Vill æðarvarp í stað vargfugla í hólma Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 26. ágúst 2013 07:30 Jón Ketilsson. Í baklsýn er hólmin sem eitt sinn var athvarf æðarfugla en er nú undirlagður af vargfugli. Mynd/Helgi Ólafsson Sjómaður á Raufarhöfn vill fá leyfi til að útrýma vargi á hólma við bæinn og koma þar upp æðarvarpi. Jón Ketilsson, sjómaður á Raufarhöfn, hefur óskað eftir leyfi bæjaryfirvalda til að koma upp æðarvarpi í hólma undan vitanum þar í bæ. Hólminn er reyndar þéttsetinn af vargfugli svo Jón óskar einnig eftir undanþágu til að eyða honum. „Ég verð að fá undanþágu frá lögum til að skjóta hann,“ segir hann. Jón kveðst þekkja vel til æðarvarpa. „Það var mikið æðarvarp þar sem ég ólst upp,“ segir Jón sem er frá Kollavík í Þistilfirði. „En svo segja mér eldri menn að það hafi verið mikið æðarvarp í hólmanum hér í gamla daga en þegar síldarbræðslan byrjaði árið 1940 kom svo mikill grútur í hafnarmynnið að æðarfuglinn drapst bara.“ Ef öll leyfi fást og vargnum verður komið fyrir kattarnef mun Jón setja dekk út í hólminn sem yrðu eins konar var fyrir æðarfuglinn. Strengja síðan band með flöggum í sterkum litum milli stika til að fæla varginn frá því að koma sér fyrir að nýju. Erindið var tekið fyrir á bæjarráðsfundi Norðurþings þann 15. ágúst síðastliðinn og tekin var ákvörðun um að vísa málinu til framkvæmda- og hafnanefndar. „Ég veit ekkert hvað þeir segja um þetta en hins vegar veit ég að bæjarbúar eru ánægðir með þetta,“ segir Jón. Hann segir að verð á æðardún sé með hæsta móti en að það sé ekki aðalhvatinn fyrir þessum áformum. „Þetta er meira svona hobbí hjá mér,“ segir Jón. Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Sjómaður á Raufarhöfn vill fá leyfi til að útrýma vargi á hólma við bæinn og koma þar upp æðarvarpi. Jón Ketilsson, sjómaður á Raufarhöfn, hefur óskað eftir leyfi bæjaryfirvalda til að koma upp æðarvarpi í hólma undan vitanum þar í bæ. Hólminn er reyndar þéttsetinn af vargfugli svo Jón óskar einnig eftir undanþágu til að eyða honum. „Ég verð að fá undanþágu frá lögum til að skjóta hann,“ segir hann. Jón kveðst þekkja vel til æðarvarpa. „Það var mikið æðarvarp þar sem ég ólst upp,“ segir Jón sem er frá Kollavík í Þistilfirði. „En svo segja mér eldri menn að það hafi verið mikið æðarvarp í hólmanum hér í gamla daga en þegar síldarbræðslan byrjaði árið 1940 kom svo mikill grútur í hafnarmynnið að æðarfuglinn drapst bara.“ Ef öll leyfi fást og vargnum verður komið fyrir kattarnef mun Jón setja dekk út í hólminn sem yrðu eins konar var fyrir æðarfuglinn. Strengja síðan band með flöggum í sterkum litum milli stika til að fæla varginn frá því að koma sér fyrir að nýju. Erindið var tekið fyrir á bæjarráðsfundi Norðurþings þann 15. ágúst síðastliðinn og tekin var ákvörðun um að vísa málinu til framkvæmda- og hafnanefndar. „Ég veit ekkert hvað þeir segja um þetta en hins vegar veit ég að bæjarbúar eru ánægðir með þetta,“ segir Jón. Hann segir að verð á æðardún sé með hæsta móti en að það sé ekki aðalhvatinn fyrir þessum áformum. „Þetta er meira svona hobbí hjá mér,“ segir Jón.
Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira