Innlent

Vill að stjórnarandstaðan geri með sér kosningabandalag

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Birgitta Jónsdóttir Pírati vill að bandalag fyrir næstu þingkosningar leggi áherslu á nýja stjórnarskrá og þjóðaratkvæði um ESB-aðild.
Birgitta Jónsdóttir Pírati vill að bandalag fyrir næstu þingkosningar leggi áherslu á nýja stjórnarskrá og þjóðaratkvæði um ESB-aðild. Vísir/Valli
Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, vill að stjórnarandstöðuflokkanir myndi kosningabandalag fyrir næstu þingkosningar sem hafi það að markmiði að klára vinnu við nýja stjórnarskrá og leysa upp þingið til að koma henni í gegn ef það nái kjöri. Þá verði lofað að greiða þjóðaratkvæði um aðildarviðræður við ESB.

Hún ætlar að leggja þetta formlega til við forystumenn annarra stjórnarandstöðuflokka í upphafi næstu viku ef hún fær grænt ljós hjá félögum sínum í Pírötunum.

Birgitta segir að þannig ættu kjósendur skýra valkosti en þyrftu ekki að una því að hluti kosningamálanna hyrfi af sjónarsviðinu í stjórnarmyndunarviðræðum. Búinn yrði til sáttmáli um að setja í gang þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB, laga lagatæknilega hnökra á stjórnarskránni og setja í gang ferli til að fá hana samþykkta.

Hún segist ætla að leita eftir umboði hjá félögum sínum í Pírötunum til að framfylgja þessari hugmynd og fáist það ætli hún að ræða við formenn annarra stjórnarandstöðuflokka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×