Vill að Reykjanesbær selji Víkingaheima Haraldur Guðmundsson skrifar 22. nóvember 2014 07:00 Safnið Víkingaheimar stendur við sjávarsíðuna í Reykjanesbæ og geymir meðal annars víkingaskipið Íslending sem Gunnar Eggertsson smíðaði og sigldi til New York árið 2000. Fréttablaðið/Ernir „Ég tel að við eigum að selja Víkingaheima eða leigja safnið einhverjum öðrum því það er ekki pláss hér fyrir neinar skrautfjaðrir eins og staða bæjarsjóðs er í dag,“ segir Kristinn Þór Jakobsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Kristinn lagði fram bókun á fundi bæjarráðs á fimmtudag um að bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ falli frá tillögum um hækkanir á gjaldskrá bæjarins, sem hann segir eingöngu bitna á barnafjölskyldum, og þess í stað selja safnið, leigja reksturinn út eða loka því. „Safnið hefur verið rekið með tapi síðustu ár og bæjarsjóður gæti sparað sér 25 til 30 milljónir á ári með þessu,“ segir Kristinn.Kristinn Þór JakobssonVíkingaheimar voru opnaðir árið 2009. Safnið er rekið af félaginu Íslendingi ehf. og húsnæðið er í eigu dótturfélagsins Útlendings ehf. Félögin hafa verið í eigu Reykjanesbæjar frá árinu 2011 þegar bærinn breytti rúmlega 100 milljóna króna skuld þeirra í hlutafé. Um 22 milljóna tap var á rekstri Íslendings á árinu 2013 samkvæmt ársreikningi félagsins. Samanlagt tap Íslendings síðustu fjögur ár nemur 76 milljónum króna. „Þarna er boðið upp á afþreyingu fyrir ferðamenn og aðra, sem er mjög virðingarvert, en ég var á móti þessum kaupum þegar meirihlutinn yfirtók reksturinn á sínum tíma og er það ennþá,“ segir Kristinn.Friðjón EinarssonReykjanesbær skuldar, eins og komið hefur fram, um 40 milljarða króna og sveitarfélagið þarf að spara 900 milljónir króna á ári. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs, segir rekstur safnsins hluta af því sem bæjaryfirvöld séu nú að skoða til að auðvelda rekstur Reykjanesbæjar. „Það eru engar formlegar viðræður í gangi við aðila sem vilja kaupa eða leigja safnið en við erum til í að skoða allt. En að loka safninu hefur ekki verið inni í umræðunni því það er dýrara fyrir okkur að loka því en reka það. Tekjur safnsins eru að aukast sem gerir það að verkum að það er hagkvæmara að reka safnið í dag en að loka því,“ segir Friðjón og heldur áfram:„En ef einhver góður maður vill koma með fullt af peningum og reka safnið okkur að kostnaðarlausu þá er honum velkomið að hafa samband við okkur.“ Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
„Ég tel að við eigum að selja Víkingaheima eða leigja safnið einhverjum öðrum því það er ekki pláss hér fyrir neinar skrautfjaðrir eins og staða bæjarsjóðs er í dag,“ segir Kristinn Þór Jakobsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Kristinn lagði fram bókun á fundi bæjarráðs á fimmtudag um að bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ falli frá tillögum um hækkanir á gjaldskrá bæjarins, sem hann segir eingöngu bitna á barnafjölskyldum, og þess í stað selja safnið, leigja reksturinn út eða loka því. „Safnið hefur verið rekið með tapi síðustu ár og bæjarsjóður gæti sparað sér 25 til 30 milljónir á ári með þessu,“ segir Kristinn.Kristinn Þór JakobssonVíkingaheimar voru opnaðir árið 2009. Safnið er rekið af félaginu Íslendingi ehf. og húsnæðið er í eigu dótturfélagsins Útlendings ehf. Félögin hafa verið í eigu Reykjanesbæjar frá árinu 2011 þegar bærinn breytti rúmlega 100 milljóna króna skuld þeirra í hlutafé. Um 22 milljóna tap var á rekstri Íslendings á árinu 2013 samkvæmt ársreikningi félagsins. Samanlagt tap Íslendings síðustu fjögur ár nemur 76 milljónum króna. „Þarna er boðið upp á afþreyingu fyrir ferðamenn og aðra, sem er mjög virðingarvert, en ég var á móti þessum kaupum þegar meirihlutinn yfirtók reksturinn á sínum tíma og er það ennþá,“ segir Kristinn.Friðjón EinarssonReykjanesbær skuldar, eins og komið hefur fram, um 40 milljarða króna og sveitarfélagið þarf að spara 900 milljónir króna á ári. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs, segir rekstur safnsins hluta af því sem bæjaryfirvöld séu nú að skoða til að auðvelda rekstur Reykjanesbæjar. „Það eru engar formlegar viðræður í gangi við aðila sem vilja kaupa eða leigja safnið en við erum til í að skoða allt. En að loka safninu hefur ekki verið inni í umræðunni því það er dýrara fyrir okkur að loka því en reka það. Tekjur safnsins eru að aukast sem gerir það að verkum að það er hagkvæmara að reka safnið í dag en að loka því,“ segir Friðjón og heldur áfram:„En ef einhver góður maður vill koma með fullt af peningum og reka safnið okkur að kostnaðarlausu þá er honum velkomið að hafa samband við okkur.“
Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira