Innlent

Vilja tryggja pólitískt svigrúm til að finna framtíðarstað fyrir flugvöllinn

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Vísir / Vilhelm
Þrír fulltrúar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar sátu hjá þegar samþykkt var að senda svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins í auglýsingu. Ástæðan er að enn er ekki búið að finna framtíðarstað fyrir Reykjavíkurflugvöll.

Um er að ræða þau Júlíus Vífil Ingvarsson og Hildi Sverrisdóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokks, og Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, fulltrúa Framsóknarflokks. Í bókun sem þau lögðu fram á fundinum segir að þau vilji veita nefnd sem skipuð hefur verið til að finna flugvellinum nýjan stað fái pólitískt svigrúm til að klára vinnu sína.

„Nefnd sem skipuð var um staðarvalið hefur ekki enn lokið störfum en hefur á meðan beðið um pólitískt svigrúm til að klára þá vinnu,“ segir í bókun fulltrúanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×