Erlent

Vilja taka hús Hitler eignarnámi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Yfirvöld í Austurríki undirbúa nú að taka húsið sem Hitler fæddist í eignarnámi. Sama fjölskyldan hefur átt húsið, sem er í bænum Braunau, í rúma öld en óttast er að nú-Nasistar muni hópast að því. Árið 1972 leigðu stjórnvöld húsið og gerðu það að miðstöð fyrir fatlað fólk.

Konan sem á húsið neitaði að leyfa endurbætur á húsinu fyrir um fimm árum og var leigusamningnum rift. Síðan þá hefur ríkið margsinnis reynt að kaupa húsið. Því stendur nú til að taka húsið eignarnámi.

Málið hefur komið af stað deilum í bænum. Einhverjir íbúa vilja gera húsið að móttökustöð fyrir flóttafólk. Aðrir vilja gera safn úr því og einhverjir vilja rífa það. AFP fréttaveitan segir frá því að ekki sé leyfilegt að rífa húsið þar sem það sé friðað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×