Vilja læra bogfimi til að líkjast bíóhetjum Svavar Hávarðsson skrifar 19. maí 2014 07:00 Áhugi hefur snaraukist á bogfimi á meðal yngri kynslóðarinnar. Fréttablaðið/Vilhelm Börn og unglingar hafa hópast á bogfiminámskeið í vetur undir miklum áhrifum af kvikmynda- og teiknimyndahetjum dagsins í dag. Áhugi fullorðinna á íþróttinni hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum með tilkomu bættrar aðstöðu til bogfimiiðkunar. Guðmundur Örn Guðjónsson, formaður Bogfimifélagsins Bogans, segir að barna- og unglingastarf félagsins standi í miklum blóma um þessar mundir, og greinilegt að kvikmyndir eins og Hunger Games og Hringadróttinssaga, auk teiknimyndarinnar Brave, hafi haft mikil áhrif þar á. „Þetta byggir þó ekki aðeins á þessum nýju hetjum kvikmyndanna. Hetjur með boga eru ekki nýjar af nálinni og má minna á Hróa hött og jafnvel hetjur Íslendingasagnanna. Þetta hefur alltaf verið til,“ segir Guðmundur og bætir við að mikil vakning sé á meðal ungra kvenna í Bandaríkjunum eftir að hinar vinsælu myndir Hunger Games komu út. Þrátt fyrir að áhugi á bogfimi hafi alltaf verið fyrir hendi hefur aðstaða til bogfimiiðkunar ekki verið til staðar í samræmi við áhugann. Nú er þetta gjörbreytt með tilkomu bættrar aðstöðu víða um land. Iðkendatölur Íþróttasambands Íslands eru einn vitnisburður aukins áhuga á síðustu árum. Árið 2012 voru skráðir iðkendur tíu. Núna losar iðkendaskráin 350 manns, en tekið skal fram að skilyrði til að skrá sig í bogfimifélag er að hafa lokið sérstöku byrjendanámskeiði sem kennir undirstöðu- og öryggisatriði er varða þessa gömlu íþrótt. Hjá Boganum, sem hefur aðstöðu í Bogfimisetrinu í Kópavogi, eru börn og unglingar sem stunduðu æfingar í vetur rúmlega sextíu, en það segir aðeins hálfa söguna. Miklum mun fleiri koma og kynna sér bogfimi í eitt eða fleiri skipti, og segir Guðmundur þann hóp nokkur þúsund manns á öllum aldri. Vakninguna má til dæmis sjá af því að bogfimi er nú stunduð í sex félögum á landinu að því er næst verður komist; í Reykjavík, Kópavogi, á Akureyri, Laugum, Sauðárkróki, Egilsstöðum og Eskifirði. Þá eru minni hópar ótaldir og hugmyndir að stofnun félaga annars staðar á landinu. Í vetur fór lið frá Íslandi í fyrsta skipti og keppti á heimsmeistaramóti; reyndar á móti erlendis yfir höfuð. „Fram undan er mót í Marokkó þar sem við ætlum að taka nokkra krakka með okkur til að leyfa þeim að spreyta sig,“ segir Guðmundur. Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Börn og unglingar hafa hópast á bogfiminámskeið í vetur undir miklum áhrifum af kvikmynda- og teiknimyndahetjum dagsins í dag. Áhugi fullorðinna á íþróttinni hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum með tilkomu bættrar aðstöðu til bogfimiiðkunar. Guðmundur Örn Guðjónsson, formaður Bogfimifélagsins Bogans, segir að barna- og unglingastarf félagsins standi í miklum blóma um þessar mundir, og greinilegt að kvikmyndir eins og Hunger Games og Hringadróttinssaga, auk teiknimyndarinnar Brave, hafi haft mikil áhrif þar á. „Þetta byggir þó ekki aðeins á þessum nýju hetjum kvikmyndanna. Hetjur með boga eru ekki nýjar af nálinni og má minna á Hróa hött og jafnvel hetjur Íslendingasagnanna. Þetta hefur alltaf verið til,“ segir Guðmundur og bætir við að mikil vakning sé á meðal ungra kvenna í Bandaríkjunum eftir að hinar vinsælu myndir Hunger Games komu út. Þrátt fyrir að áhugi á bogfimi hafi alltaf verið fyrir hendi hefur aðstaða til bogfimiiðkunar ekki verið til staðar í samræmi við áhugann. Nú er þetta gjörbreytt með tilkomu bættrar aðstöðu víða um land. Iðkendatölur Íþróttasambands Íslands eru einn vitnisburður aukins áhuga á síðustu árum. Árið 2012 voru skráðir iðkendur tíu. Núna losar iðkendaskráin 350 manns, en tekið skal fram að skilyrði til að skrá sig í bogfimifélag er að hafa lokið sérstöku byrjendanámskeiði sem kennir undirstöðu- og öryggisatriði er varða þessa gömlu íþrótt. Hjá Boganum, sem hefur aðstöðu í Bogfimisetrinu í Kópavogi, eru börn og unglingar sem stunduðu æfingar í vetur rúmlega sextíu, en það segir aðeins hálfa söguna. Miklum mun fleiri koma og kynna sér bogfimi í eitt eða fleiri skipti, og segir Guðmundur þann hóp nokkur þúsund manns á öllum aldri. Vakninguna má til dæmis sjá af því að bogfimi er nú stunduð í sex félögum á landinu að því er næst verður komist; í Reykjavík, Kópavogi, á Akureyri, Laugum, Sauðárkróki, Egilsstöðum og Eskifirði. Þá eru minni hópar ótaldir og hugmyndir að stofnun félaga annars staðar á landinu. Í vetur fór lið frá Íslandi í fyrsta skipti og keppti á heimsmeistaramóti; reyndar á móti erlendis yfir höfuð. „Fram undan er mót í Marokkó þar sem við ætlum að taka nokkra krakka með okkur til að leyfa þeim að spreyta sig,“ segir Guðmundur.
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira