Vilja ekki að viðskiptin hverfi úr landi Óli Kristján Ármannsson skrifar 28. maí 2016 07:00 Samkeppniseftirlitið hefur bent á að fái hið opinbera ótakmarkaða heimild til að færa viðskipti til útlanda komi mörg lítil og meðalstór fyrirtæki sem tekið hafi þátt í opinberum útboðum til með eð eiga mjög erfitt uppdráttar. Fréttablaðið/Vilhelm Hagmunasamtök fyrirtækja í atvinnulífinu sem skilað hafa greinargerð við frumvarp um breytingar á lögum um opinber innkaup leggjast öll gegn afnámi sérstaks samkeppnismats sem samkvæmt gildandi lögum þarf að eiga sér stað áður en opinber fyrirtæki fá heimild til útboðs innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Með breytingunni er tekið tillit til Evróputilskipunar sem tekur fyrir að aðildarríki geti hindrað „samningsyfirvald“ í að nýta sér þjónustu miðlægrar innkaupastofnunar í öðru aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins. Í umsögn Félags atvinnurekenda (FA) segir hins vegar að ákvæði um samkeppnismat í gildandi lögum, sem fellur út í þeim nýju, komi ekki í veg fyrir þátttöku í útboðum. Bent er á að heildarinnkaup ríkisins séu rúmlega 140 milljarðar króna á ári og tilfærsla viðskipta til annarra ríkja komi til með að hafa gríðarleg áhrif á fyrirtæki hér á landi. Í umsögn Viðskiptaráðs á þriðjudag segir líka að samkeppnismat sé forsenda þess að innkaupastefna hins opinbera taki tillit til heildaráhrifa útboða. Liggja þurfi fyrir að neikvæð áhrif á innlendan markað vegi ekki þyngra en ávinningur af lægra vöruverði. Viðskiptaráð leggur til að samkeppnismat verði notað áfram þótt þátttaka opinberra fyrirtækja í útboðum verði ekki háð samþykki Samkeppniseftirlitsins á matinu. Frumtök – samtök framleiðenda frumlyfja vilja að samkeppnismatið haldi sér eða að heimild til þátttöku í útboði verði bundin samþykki Samkeppniseftirlits. Í sama streng taka Samtök atvinnulífsins (SA), Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ). Á hinum vængnum er Landspítalinn (LSH), en í umsögn hans er breytingunni fagnað. Ákvæði um samkeppnismat hafi hamlað möguleikum LSH við að ná fram hagkvæmari innkaupum á lyfjum. Á Norðurlöndum nái heilbrigðisstofnanir fram afslætti frá skráðu verði lyfja, en hér skili fyrirtæki, sem séu í eiginlegri einokunaraðstöðu, í síauknum mæli tilboðum með engum afslætti. „Enda vita þau sem er að hér er um að ræða lyf sem LSH er nauðsynlegt að kaupa vegna þeirra sjúklinga sem til meðferðar eru, ekki eru til önnur lyf sem komið geti í staðinn, og/eða ekki er unnt að skipta um lyf í miðri meðferð.“ Í umsögn velferðarráðuneytisins eru sögð nýleg dæmi um að norsk sjúkrahús hafi náð að kaupa inn lyf á um 72 prósentum lægra verði í útboðum en boðist hafi hér á landi. „Um er að ræða lyf sem keypt eru fyrir um einn milljarð króna á ári.“ Nýja frumvarpið taki af allan vafa um heimildir undirstofnana ráðuneytisins til innkaupa á aðföngum í sameiginlegum útboðum erlendis.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. maí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Hagmunasamtök fyrirtækja í atvinnulífinu sem skilað hafa greinargerð við frumvarp um breytingar á lögum um opinber innkaup leggjast öll gegn afnámi sérstaks samkeppnismats sem samkvæmt gildandi lögum þarf að eiga sér stað áður en opinber fyrirtæki fá heimild til útboðs innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Með breytingunni er tekið tillit til Evróputilskipunar sem tekur fyrir að aðildarríki geti hindrað „samningsyfirvald“ í að nýta sér þjónustu miðlægrar innkaupastofnunar í öðru aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins. Í umsögn Félags atvinnurekenda (FA) segir hins vegar að ákvæði um samkeppnismat í gildandi lögum, sem fellur út í þeim nýju, komi ekki í veg fyrir þátttöku í útboðum. Bent er á að heildarinnkaup ríkisins séu rúmlega 140 milljarðar króna á ári og tilfærsla viðskipta til annarra ríkja komi til með að hafa gríðarleg áhrif á fyrirtæki hér á landi. Í umsögn Viðskiptaráðs á þriðjudag segir líka að samkeppnismat sé forsenda þess að innkaupastefna hins opinbera taki tillit til heildaráhrifa útboða. Liggja þurfi fyrir að neikvæð áhrif á innlendan markað vegi ekki þyngra en ávinningur af lægra vöruverði. Viðskiptaráð leggur til að samkeppnismat verði notað áfram þótt þátttaka opinberra fyrirtækja í útboðum verði ekki háð samþykki Samkeppniseftirlitsins á matinu. Frumtök – samtök framleiðenda frumlyfja vilja að samkeppnismatið haldi sér eða að heimild til þátttöku í útboði verði bundin samþykki Samkeppniseftirlits. Í sama streng taka Samtök atvinnulífsins (SA), Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ). Á hinum vængnum er Landspítalinn (LSH), en í umsögn hans er breytingunni fagnað. Ákvæði um samkeppnismat hafi hamlað möguleikum LSH við að ná fram hagkvæmari innkaupum á lyfjum. Á Norðurlöndum nái heilbrigðisstofnanir fram afslætti frá skráðu verði lyfja, en hér skili fyrirtæki, sem séu í eiginlegri einokunaraðstöðu, í síauknum mæli tilboðum með engum afslætti. „Enda vita þau sem er að hér er um að ræða lyf sem LSH er nauðsynlegt að kaupa vegna þeirra sjúklinga sem til meðferðar eru, ekki eru til önnur lyf sem komið geti í staðinn, og/eða ekki er unnt að skipta um lyf í miðri meðferð.“ Í umsögn velferðarráðuneytisins eru sögð nýleg dæmi um að norsk sjúkrahús hafi náð að kaupa inn lyf á um 72 prósentum lægra verði í útboðum en boðist hafi hér á landi. „Um er að ræða lyf sem keypt eru fyrir um einn milljarð króna á ári.“ Nýja frumvarpið taki af allan vafa um heimildir undirstofnana ráðuneytisins til innkaupa á aðföngum í sameiginlegum útboðum erlendis.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira