Innlent

Vilja breyta lögum um líffæragjöf: Ætlað samþykki í stað ætlaðrar neitunar

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Níu þingmenn hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að breyting verði gerð á lögum um brottnám líffæra. Vilja þingmennirnir að nema megi brott líffæri úr líkama látins einstaklings, hafi sá hinn sami ekki lýst sig andstæðan því.

Samkvæmt núgildandi lögum þarf hver og einn að samþykkja ætlaða líffæragjöf, en með fyrirhugaðri lagabreytingu er því snúið við. Þó má ekki nema brott líffæri, leggist nánasti vandamaður hins látna gegn því eins og fjallað var um í ítarlegri fréttaskýringu Vísis um líffæragjafir á Íslandi, fyrr á árinu.

Frumvarpinu til grundvallar liggur sú afstaða að eðlilegra sé að gera ráð fyrir því að fólk vilji koma náunga í neyð til hjálpar með því að gefa líffæri en ekki. Af þeim sökum telja þingmennirnir að eðlilegra sé að löggjöf endurspegli viðhorf um „ætlað samþykki“ en „ætlaða neitun“ vegna líffæragjafar.

Lagt er til að nýttur verði gagnagrunnur embættis landlæknis, þar sem unnt er að skrá afstöðu til líffæragjafar, og að tryggilegast sé að andstöðu sé komið fram með þeim hætti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×