Vilja bjölluna burt: „Fremur til óþurftar en gagns“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. desember 2015 22:11 Þingmenn segjast fá í eyrun af klukknahljómi forseta Alþingis. vísir/ernir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, lagði til á Alþingi í kvöld að bjalla forseta Alþingis yrði fjarlægð úr þingsal. Hann sagði harkalegan og sífelldan bjölluhljóminn hafa áhrif á hljóðgæði og almenna hlustun, og vill að fundin verði önnur lausn. Aðrir þingmenn sögðust sjálfir orðnir þreyttir á klukknahljómnum. „Stundum sit ég heima hjá mér og er að hlusta á umræður sem ég hef hlustað á hér í sal og ég hreinlega nenni því ekki vegna þess að þetta verður óþolandi með tímanum,“ sagði Helgi. „Við hljótum að geta fundið leið sem kemur ekki eins mikið niður á hljóðgæðum í útsendingu og sér í lagi vil ég stinga upp á því að ef ekki er hægt að breyta verklagi hér eða reglum að þá verði fundin einhver tæknileg lausn sem síar út þetta hljóð þannig að það lendi ekki í vefupptökunni. Það er ekki hægt að hlusta á ræður hér þegar sífellt er verið að berja harkalega í bjölluna.“Leggur til að Valgerður fylgist betur með hvernig aðrir klingja bjöllunni Helgi tók svo til orða eftir að Valgerður Gunnarsdóttir, 3. varaforseti Alþingis, sló ítrekað í bjölluna þegar Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var komin fram yfir sinn ræðutíma. Katrín baðst afsökunar en sagðist hafa þurft að klára sína setningu. „Það hjálpaði alls ekki að ljúka því sem hraðast að fá þennan harða bjölluhljóm í eyrað. En það eru fjölmargir forsetar hér sem hafa náð ágætis tökum á því að láta hana hljóma dálítið fagurlega með því að klingja létt í hana, þannig að þú finnir fyrir henni en án þess að henni sé beinlínis lamið í eyrað á þér. Það er kannski eitthvað sem menn ættu að hlusta á og fylgjast með hvernig hinir gera þetta og ná einhverri samstöðu í það,“ sagði Katrín.Vill að mönnum sé frekar vísað úr sal Samflokksmaður Katrínar, Össur Skarphéðinsson, tók upp hanskann fyrir Valgerði en var þó ekki ósammála því að bjallan fengi að víkja. Öllu heldur vill hann að forseta Alþingis verði veitt það vald að fá að vísa þingmönnum úr þingsal, fari þeir fram yfir leyfðan ræðutíma. Þá sagði Helgi Hjörvar bjölluna oftar en ekki auka óróa í þingsal. „Bjallan held ég að sé fremur til óþurftar hér í salnum heldur en til gagns og við ættum að losa okkur við hana,“ sagði hann. Valgerður Gunnarsdóttir sagðist ætla að taka þessar ábendingar til greina. „Forseti vill taka það fram af gefnu tilefni að hann er algjörlega tilbúinn til að semja við þingmenn um það að slá mildilegar í bjölluna, gegn því að háttvirtir þingmenn virði ræðutímann.“ Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, lagði til á Alþingi í kvöld að bjalla forseta Alþingis yrði fjarlægð úr þingsal. Hann sagði harkalegan og sífelldan bjölluhljóminn hafa áhrif á hljóðgæði og almenna hlustun, og vill að fundin verði önnur lausn. Aðrir þingmenn sögðust sjálfir orðnir þreyttir á klukknahljómnum. „Stundum sit ég heima hjá mér og er að hlusta á umræður sem ég hef hlustað á hér í sal og ég hreinlega nenni því ekki vegna þess að þetta verður óþolandi með tímanum,“ sagði Helgi. „Við hljótum að geta fundið leið sem kemur ekki eins mikið niður á hljóðgæðum í útsendingu og sér í lagi vil ég stinga upp á því að ef ekki er hægt að breyta verklagi hér eða reglum að þá verði fundin einhver tæknileg lausn sem síar út þetta hljóð þannig að það lendi ekki í vefupptökunni. Það er ekki hægt að hlusta á ræður hér þegar sífellt er verið að berja harkalega í bjölluna.“Leggur til að Valgerður fylgist betur með hvernig aðrir klingja bjöllunni Helgi tók svo til orða eftir að Valgerður Gunnarsdóttir, 3. varaforseti Alþingis, sló ítrekað í bjölluna þegar Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var komin fram yfir sinn ræðutíma. Katrín baðst afsökunar en sagðist hafa þurft að klára sína setningu. „Það hjálpaði alls ekki að ljúka því sem hraðast að fá þennan harða bjölluhljóm í eyrað. En það eru fjölmargir forsetar hér sem hafa náð ágætis tökum á því að láta hana hljóma dálítið fagurlega með því að klingja létt í hana, þannig að þú finnir fyrir henni en án þess að henni sé beinlínis lamið í eyrað á þér. Það er kannski eitthvað sem menn ættu að hlusta á og fylgjast með hvernig hinir gera þetta og ná einhverri samstöðu í það,“ sagði Katrín.Vill að mönnum sé frekar vísað úr sal Samflokksmaður Katrínar, Össur Skarphéðinsson, tók upp hanskann fyrir Valgerði en var þó ekki ósammála því að bjallan fengi að víkja. Öllu heldur vill hann að forseta Alþingis verði veitt það vald að fá að vísa þingmönnum úr þingsal, fari þeir fram yfir leyfðan ræðutíma. Þá sagði Helgi Hjörvar bjölluna oftar en ekki auka óróa í þingsal. „Bjallan held ég að sé fremur til óþurftar hér í salnum heldur en til gagns og við ættum að losa okkur við hana,“ sagði hann. Valgerður Gunnarsdóttir sagðist ætla að taka þessar ábendingar til greina. „Forseti vill taka það fram af gefnu tilefni að hann er algjörlega tilbúinn til að semja við þingmenn um það að slá mildilegar í bjölluna, gegn því að háttvirtir þingmenn virði ræðutímann.“
Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira