Vilja biskup burt af kirkjuþingi 13. júní 2011 18:47 Óánægja er meðal presta vegna setu Karl Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, á Kirkjuþingi sem hefst á morgun. Tveir prestar hafa sagt sig frá þinginu vegna tengsla við mál Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Annar þeirra er sonur Ólafs. Kirkjuþingið sem hefst á morgun er eingöngu kallað saman til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings. Nú þegar hafa tveir prestar sagt sig frá þinginu vegna tengsla við málið. Í yfirlýsingunni frá Baldri Kristjánsson, sóknarpresti í Ölfusi segist hann hafa sagt sig frá kirkjuþinginu þar sem hann telji viðbrögð þess verða trúverðugri eftir því sem færri sitji þingið sem áttu aðild að málinu á sínum tíma. Hann biður jafnframt fórnarlömb Ólafs Skúlasonar fyrirgefningar á hlut sínum í málinu. Baldur var ávíttur í skýrslunni fyrir að hafa ekki vikið af fundum stjórnar Prestafélags Íslands þegar mál Ólafs Skúlasonar voru þar til umræðu en Baldur var á þessum tíma embættismaður innan kirkjunnar og sagður hafa haft of náin tengsl við yfirmann sinn, biskup Ólaf Skúlason.Sonur Ólafs situr ekki kirkjuþingið „Ég var hluti af því kirkjubatteríi sem var til staðar, þó ég væri embættismaður en ekki prestur, þá var ég hluti af þessu batteríi og skammast mín fyrir það," segir Baldur. Fleiri hafa sagt sig frá kirkjuþingi vegna tengsla við málið. Kristín Þórunn Tómasdóttir í Kjalarnesprófastdæmi mun taka sæti fyrir Skúla Sigurð Ólafsson, son Ólafs Skúlasonar, sem hyggst ekki sitja á þinginu sökum fjölskyldutengsla.Dónaskapur gagnvart þjóðinni En einn maður, sem oft kemur fyrir í skýrslunni efast ekki um hæfi sitt til að sitja á kirkjuþinginu. Karl Sigurbjörnsson er ekki kosinn á kirkjuþingið en hefur þar málfrelsi og tillögurétt. Prestur sem fréttastofa rædi við sagði setu Karls á þinginu vera dónaskap gagnvart þjóðinni. Í rannsóknarskýrslunni er Karl meðal annars gagnrýndur fyrir að hafa stungið bréfi Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, dóttur fyrrverandi biskups, undir stól og ekki skráð það í skjalaskrá Biskupsstofu Íslands fyrr en einu og hálfu ári eftir að hún sendi bréfið, þar sem hún óskaði eftir fundi vegna kynferðisbrota föður síns. Þá telur rannsóknarnefndin að kirkjuráð hafi brotið landslög árið 1996 þegar það lýsti yfir stuðningi við Ólaf Skúlason, þáverandi biskup, vegna ásakanna um kynferðisbrot en í kirkjuráði sat þá Karl Sigurbjörnsson. Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, ein af fórnarlömbum Ólafs, sagði í fréttum okkar á dögunum það vera sorglegt að Karl axli ekki ábyrgð á gjörðum sínum. Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Óánægja er meðal presta vegna setu Karl Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, á Kirkjuþingi sem hefst á morgun. Tveir prestar hafa sagt sig frá þinginu vegna tengsla við mál Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Annar þeirra er sonur Ólafs. Kirkjuþingið sem hefst á morgun er eingöngu kallað saman til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings. Nú þegar hafa tveir prestar sagt sig frá þinginu vegna tengsla við málið. Í yfirlýsingunni frá Baldri Kristjánsson, sóknarpresti í Ölfusi segist hann hafa sagt sig frá kirkjuþinginu þar sem hann telji viðbrögð þess verða trúverðugri eftir því sem færri sitji þingið sem áttu aðild að málinu á sínum tíma. Hann biður jafnframt fórnarlömb Ólafs Skúlasonar fyrirgefningar á hlut sínum í málinu. Baldur var ávíttur í skýrslunni fyrir að hafa ekki vikið af fundum stjórnar Prestafélags Íslands þegar mál Ólafs Skúlasonar voru þar til umræðu en Baldur var á þessum tíma embættismaður innan kirkjunnar og sagður hafa haft of náin tengsl við yfirmann sinn, biskup Ólaf Skúlason.Sonur Ólafs situr ekki kirkjuþingið „Ég var hluti af því kirkjubatteríi sem var til staðar, þó ég væri embættismaður en ekki prestur, þá var ég hluti af þessu batteríi og skammast mín fyrir það," segir Baldur. Fleiri hafa sagt sig frá kirkjuþingi vegna tengsla við málið. Kristín Þórunn Tómasdóttir í Kjalarnesprófastdæmi mun taka sæti fyrir Skúla Sigurð Ólafsson, son Ólafs Skúlasonar, sem hyggst ekki sitja á þinginu sökum fjölskyldutengsla.Dónaskapur gagnvart þjóðinni En einn maður, sem oft kemur fyrir í skýrslunni efast ekki um hæfi sitt til að sitja á kirkjuþinginu. Karl Sigurbjörnsson er ekki kosinn á kirkjuþingið en hefur þar málfrelsi og tillögurétt. Prestur sem fréttastofa rædi við sagði setu Karls á þinginu vera dónaskap gagnvart þjóðinni. Í rannsóknarskýrslunni er Karl meðal annars gagnrýndur fyrir að hafa stungið bréfi Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, dóttur fyrrverandi biskups, undir stól og ekki skráð það í skjalaskrá Biskupsstofu Íslands fyrr en einu og hálfu ári eftir að hún sendi bréfið, þar sem hún óskaði eftir fundi vegna kynferðisbrota föður síns. Þá telur rannsóknarnefndin að kirkjuráð hafi brotið landslög árið 1996 þegar það lýsti yfir stuðningi við Ólaf Skúlason, þáverandi biskup, vegna ásakanna um kynferðisbrot en í kirkjuráði sat þá Karl Sigurbjörnsson. Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, ein af fórnarlömbum Ólafs, sagði í fréttum okkar á dögunum það vera sorglegt að Karl axli ekki ábyrgð á gjörðum sínum.
Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira