Erlent

Vilja banna arabísku í skólum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Arabíska á undir högg að sækja í Danmörku
Arabíska á undir högg að sækja í Danmörku Fréttablaðið/EPA
Danski þjóðarflokkurinn vill banna arabískum börnum að tala móðurmál sitt í grunnskólum í Danmörku, bæði í kennslustundum og frímínútum.

Yfirlýsing flokksins kom í kjölfar niðurstöðu doktorsrannsóknar þar sem sýnt var fram á að arabískumælandi nemar í tveimur skólum, þar sem eru margir tvítyngdir nemendur, hæddust að nemendum og kennurum sem ekki skildu hvað þeir voru að ræða sín á milli.

Haft er eftir Marin Henriksen, þingmanni Danska þjóðarflokksins, að búi maður í Danmörku eigi maður að tala dönsku. Flokkurinn er reiðubúinn að refsa foreldrum með því að svipta þá barnabótum og öðrum styrkjum tali börn þeirra arabísku í skólanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×