Innlent

Vilja auka upplýsingaflæði vegna opinberra innkaupa

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson er einn flutningsmanna frumvarpsins.
Guðlaugur Þór Þórðarson er einn flutningsmanna frumvarpsins. Fréttablaðið/Vilhelm
Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingu á upplýsingalögum. Þeir vilja með frumvarpinu skylda stjórnvöld, sveitarfélög og opinberar stofnanir til að gera grein fyrir öllum innkaupum á vöru og þjónustu yfir 150 þúsund krónum.

Ef frumvarpið myndi ná fram að ganga gæti almenningur haft aukið aðgengi að upplýsingum af þessum toga. Fyrirmynd frumvarpsins er frá Bretlandi og Bandaríkjunum en þar getur almenningur fylgst með opinberum útgjöldum mánaðarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×