Vilja aðgerðir gegn ólöglegu niðurhali 10. janúar 2012 10:15 Mikill fjöldi netnotenda hleður niður tölvuleikjum, tónlist, kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og bókum.Fréttablaðið/Valli Samtök rétthafa horfa til fyrirhugaðra lagabreytinga í Noregi sem eiga að taka á ólöglegu niðurhali. Vona að frumvarp verði lagt fram hér fyrir vorið. Spænskir dómstólar geta nú lokað fyrir vefsíður. Íslensk höfundarréttarsamtök vilja að farin verði sama leið hér á landi og fyrirhugað er að fara í Noregi til að hindra ólöglegt niðurhal og dreifingu á höfundarréttarvörðu efni. Samkvæmt norska frumvarpinu getur opinber stofnun ákveðið að loka fyrir aðgang norskra netnotenda að síðum sem hafa þann tilgang að dreifa höfundarréttarvörðu efni. Svipuð lög hafa þegar tekið gildi á Spáni, og víðar er verið að undirbúa lagasetningu til að taka á þessu vandamáli. „Það eru allir að reyna að finna réttu leiðina til að stemma stigu við ólöglegri dreifingu tónlistar,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF). „Það er verið að skoða á vegum Höfundarréttarnefndar að fara ekki ósvipaða leið hér á landi. Þá er horft til þess að opinber stofnun geti, að kröfu rétthafa, tekið þá ákvörðun að fjarskiptafyrirtæki hér á landi þurfi að loka fyrir aðgengi að tiltekinni vefsíðu,“ segir Guðrún Björk. Hún segir þetta raunhæfustu leiðina til að loka fyrir erlendar síður og íslenskar síður sem vistaðar eru erlendis. Hún segir að miðað sé við að aðeins verði hægt að loka fyrir vefsíður sem bersýnilega hafi það markmið að dreifa höfundarréttarvörðu efni án heimildar höfunda. Í lögum sem tóku gildi á Spáni um áramót fær sérstök nefnd kvartanir rétthafa til meðferðar, og ákveði hún að loka fyrir aðgengi að vefsíðum þarf dómari að staðfesta þá ákvörðun. Markmiðið er að málsmeðferðin öll taki ekki meira en tíu daga. Guðrún Björk segir STEF frekar hafa horft til norsku leiðarinnar, þar sem opinber stofnun taki ákvörðun án þess að hún sé borin undir dómara, þó auðvitað verði að veita ábyrgðarmönnum þeirra vefsíða sem loka eigi fyrir andmælarétt. Hætt sé við að ferlið taki of langan tíma ef bera þurfi hverja ákvörðun undir dómara. brjann@frettabladid.is Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Samtök rétthafa horfa til fyrirhugaðra lagabreytinga í Noregi sem eiga að taka á ólöglegu niðurhali. Vona að frumvarp verði lagt fram hér fyrir vorið. Spænskir dómstólar geta nú lokað fyrir vefsíður. Íslensk höfundarréttarsamtök vilja að farin verði sama leið hér á landi og fyrirhugað er að fara í Noregi til að hindra ólöglegt niðurhal og dreifingu á höfundarréttarvörðu efni. Samkvæmt norska frumvarpinu getur opinber stofnun ákveðið að loka fyrir aðgang norskra netnotenda að síðum sem hafa þann tilgang að dreifa höfundarréttarvörðu efni. Svipuð lög hafa þegar tekið gildi á Spáni, og víðar er verið að undirbúa lagasetningu til að taka á þessu vandamáli. „Það eru allir að reyna að finna réttu leiðina til að stemma stigu við ólöglegri dreifingu tónlistar,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF). „Það er verið að skoða á vegum Höfundarréttarnefndar að fara ekki ósvipaða leið hér á landi. Þá er horft til þess að opinber stofnun geti, að kröfu rétthafa, tekið þá ákvörðun að fjarskiptafyrirtæki hér á landi þurfi að loka fyrir aðgengi að tiltekinni vefsíðu,“ segir Guðrún Björk. Hún segir þetta raunhæfustu leiðina til að loka fyrir erlendar síður og íslenskar síður sem vistaðar eru erlendis. Hún segir að miðað sé við að aðeins verði hægt að loka fyrir vefsíður sem bersýnilega hafi það markmið að dreifa höfundarréttarvörðu efni án heimildar höfunda. Í lögum sem tóku gildi á Spáni um áramót fær sérstök nefnd kvartanir rétthafa til meðferðar, og ákveði hún að loka fyrir aðgengi að vefsíðum þarf dómari að staðfesta þá ákvörðun. Markmiðið er að málsmeðferðin öll taki ekki meira en tíu daga. Guðrún Björk segir STEF frekar hafa horft til norsku leiðarinnar, þar sem opinber stofnun taki ákvörðun án þess að hún sé borin undir dómara, þó auðvitað verði að veita ábyrgðarmönnum þeirra vefsíða sem loka eigi fyrir andmælarétt. Hætt sé við að ferlið taki of langan tíma ef bera þurfi hverja ákvörðun undir dómara. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira