Innlent

Vilja að þingmál lifi fram á næsta þing

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Valli
Þingmenn Pírata og Bjartrar framtíðar hafa lagt frumvarp um breytingar á lögum um þingsköp. Breytingin snýr að 48. grein þingskaparlaga sem kveður á um að þingmál sem hafa ekki hlotið lokaafgreiðslu við þinglok falli niður.

Þessu vilja þingmennirnir breyta og vilja að þingmál sem ekki hafa hlotið lokaafgreiðslu við lok löggjafarþings verði tekin upp á næsta löggjafarþingi, nema flutningsmaður dragi málið til baka.

Þá segir einnig í frumvarpi þingmannanna:

„Þingmál sem ekki hafa hlotið lokaafgreiðslu við lok kjörtímabils þingsins falla niður.

Fastanefndir þingsins skulu leggja fram nefndarálit í málum sem til þeirra hefur verið vísað fyrir lok hvers löggjafarþings. Fari ekki fram umræða um nefndarálit á yfirstandandi löggjafarþingi skal taka málið upp aftur á næsta löggjafarþingi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×