Innlent

Vilja að Hanna Birna hætti við

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Forystufólk innan Sjálfstæðisflokksins reynir nú að fá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ofan af því að gefa kost á sér til varaformennsku.
Forystufólk innan Sjálfstæðisflokksins reynir nú að fá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ofan af því að gefa kost á sér til varaformennsku. Vísir/Vilhelm
Hart er lagt að Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að hætta við að gefa kost á sér til varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins. Hún hefur þó enn sem komið er ekki fallið frá framboði. Ólöf Nordal tók sem kunnugt er við embætti innanríkisráðherra af Hönnu Birnu, eftir að Hanna Birna hrökklaðist frá út af lekamálinu.

Hanna Birna staðfesti nýlega við Stöð 2 að hún ætlaði aftur fram og sagðist telja að hún nyti trausts innan flokksins. En það deila ekki allir þessari sýn á stöðu Hönnu Birnu innan flokksins. Og að sama skapi er lagt hart að Ólöfu Nordal að gefa kost á sér en hún vildi hvorki játa því né neita þegar Stöð 2 hafði samband við hana og sagðist ekki ætla að tjá sig frekar um málið í bili.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×