Viðskipti innlent

Vilhjálmur: Vaxtahækkunin er óhugguleg

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að vaxtahækkun Seðlabankans í morgun sé óhugguleg. Það sé eins og þetta fólk sem stóð að hækkuninni sé að fást við efnahagsmál í einhverju allt öðru landi en Íslandi.

"Veruleikinn sé sá að á Íslandi er mikið atvinnuleysi og fyrirtækin eru illa í stakk búin til að fjármagna sig en atvinnuvegirnir eru almennt mjög skuldsettir eftir hrunið árið 2008," segir Vilhjálmur. "Þar að auki er ekki lengur samkeppni um lánsfé frá innlendum og erlendum aðilum. Gjaldeyrishöftin komi í veg fyrir það."

Vilhjálmur segir að við slíkar aðstæður sé stýrivaxtahækkun út í bláinn. Hvað varðar röksemdir Seðlabankans um að verðbólguhættan sé að baki vaxtahækkuninni gefur Vilhjálmur lítið fyrir þau rök. Verðlagshækkanir hafi komið fram á fyrri hluta ársins og ekki sé hægt að sjá að þær haldi áfram það sem eftir er ársins. Einnig megi nefna að gengi krónunnar hefur verið að styrkjast nú síðsumars.

Þá bendir ástandið í heiminum til að hrávöruhækkanir, eins og á olíu, muni ganga til baka og hafa raunar þegar gert slíkt.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×