Handbolti

Víkingur og Selfoss fyrstu Íslandsmeistarar dagsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslandsmeistarar Víkings í 4. flokks kvenna.
Íslandsmeistarar Víkings í 4. flokks kvenna. Mynd/Instagram/hsi_iceland
Kvennalið Víkinga og karlalið Selfoss í 4. flokki tryggðu sér bæði Íslandsmeistaratitla í sínum flokkum í dag en það verður spilað um sjö Íslandsmeistaratitla í Dalhúsum í Grafarvogi í dag.

Bæði lið Víkingsstelpna og Selfossstráka unnu tvöfalt í vetur því fyrr í vetur unnu þau bikarúrslitaleiki sína í Laugardalshöllinni.

Víkingstelpur unnu 18-15 sigur á Fram í spennandi leik. Brynhildur Vala Björnsdóttir var valin maður leiksins en hún átti stórleik bæði í vörn og sókn og skoraði 6 mörk.

Selfossstrákarnir unnu 33-30 sigur á FH en þeir höfðu líka unnið FH-inga í bikarúrslitaleiknum í febrúar. Enn á ný var það einn maður sem gerði útslagið í úrslitaleiknum.

Selfyssingurinn Haukur Þrastarson var valinn maður leiksins í úrslitaleiknum en hann skoraði 18 mörk í þessum leik. Hann skoraði 21 mark í bikarúrslitaleiknum fyrr í vetur og hefur þar með skorað 39 mörk fyrir Selfoss í úrslitaleikjum tímabilsins.

Hér fyrir neðan má sjá nýkrýnda Íslandsmeistara en Handknattleikssambandið setti myndir inn á Instagram-síðu sína sem er til mikillar fyrirmyndar.

Úrslitaleikirnir verða allir sýndir í beinni netútsendingu á Fjölnir TV en hinir úrslitaleikir dagsins eru:

Klukkan 13.00     4.flokkur karla eldri         Dalhús      Valur - Fjölnir

Klukkan 14.45     4.flokkur kvenna eldri     Dalhús      Fylkir -Valur

Klukkan 16.30     3.flokkur karla                  Dalhús      ÍBV - FH

Klukkan 18.30     3.flokkur kvenna              Dalhús      Fylkir – Fram

Klukkan  20.30     2.flokkur karla                  Dalhús      Fram - Valur

Í morgun varð Víkingur Íslandsmeistari í 4kv yngri eftir 18-15 sigur á Fram í spennandi leik. #handbolti

A photo posted by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×