Íslenski boltinn

Víkingar semja við serbneskan framherja

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga.
Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga. Vísir/Daníel
Nýliðarnir í Pepsi-deildinni að fá 29 ára gamlan serbneskan framherja sem kemur til liðsins um mánaðarmótin.

Víkingur Reykjavík, sem leikur á ný í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í sumar, heldur áfram að styrkja sig fyrir átökin í deild þeirra bestu sem hefst 4. maí.

Víkingar eru búnir að ganga frá samningi við serbneska framherjann Vladimir Vujovic en þetta hefur Vísir fengið staðfest hjá Fossvogsfélaginu.

Vujovic er 29 ára gamall og getur leikið jafnt í fremstu víglínu sem og á kantinum en hann kemur til Víkinga um mánaðarmótin þegar hann hefur lokið tímabilinu með Timok í serbnesku 1. deildinni.

Hann verður sjöundi leikmaðurinn sem Víkingar fá til sín en fyrir eru komnir Alan Lowing frá Fram, Sveinbjörn Jónasson frá Þrótti R., Ómar Friðriksson frá KA, Darri Steinn Konráðsson frá Stjörnunni, Sigurður Hrannar Björnsson frá Tindastóli og Skotinn Harry Monaghan frá Clyde.

Víkingur mætir Fjölni í nýliðaslag í 1. umferð Pepsi-deildarinnar sunnudaginn 4. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×