Sport

Víkingaklappið virkaði fyrir Minnesota Vikings

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Víkingaklappið er byrjað í NFL.
Víkingaklappið er byrjað í NFL. Vísir/Getty
Víkingaklappið þreytti frumraun sína í NFL-deildinni í nótt er stuðningsmenn Minnesota Vikings gerðu það að sínu fyrir leik liðsins gegn erkifjendunum í Green Bay Packers í nótt.

Félagið vígði nýjan leikvang í nótt og eins og var vel auglýst fyrir leikinn nýtti það Víkingaklapp íslenska knattspyrnulandsliðsins til að byggja upp stemningu á vellinum. Aron Einar Gunnarsson og Hafþór Júlíus Björnsson voru til að mynda fengnir til að taka þátt í öllu saman.

Eins og sjá má á myndböndunum hér fyrir neðan var stemningin góð á vellinum og svo virðist sem að Víkingaklappið hafi haft góð áhrif, enda vann Minnesota leikinn, 17-14.

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×