Innlent

Vígja snjóflóðamannvirki undir Traðarhyrnu í Bolungarvík

Atli Ísleifsson skrifar
Bolungarvík.
Bolungarvík. Vísir/Anton
Snjóflóðamannvirkin undir Traðarhyrnu í Bolungarvík verða vígð á morgun, en framkvæmdir við garðana hófust sumarið 2008.

Vígsluathöfn verður undir miðjum stærri varnargarðinum þar sem komið hefur verið fyrir upplýsingaskilti um mannvirkin. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun flytja ávarp og garðarnir formlega vígðir og þeim gefið nöfn.

Í frétt BB.is segir að annars vegar sé um að ræða 710 metra langan garð sem nær 22 metra hæð þar sem hann er hæstur og hins vegar 240 metra langan garð sem fer mest í um tólf metra hæð.

Í fréttinni segir að ofan við garðana séu átta keilur sem hver um sig er um fjörutíu metra löng og tólf metrar á hæð. Meira en 400 þúsund rúmmetrar af jarðvegi og grjóti fóru í garðana og keilurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×