Innlent

Viðvarandi norðanátt út vikuna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Áfram verður svalt loft yfir landinu en í dag mun hvessa af norðaustri.
Áfram verður svalt loft yfir landinu en í dag mun hvessa af norðaustri. vísir/vilhelm
Norðanáttin ætlar að vera þrálát og verður viðvarandi að minnsta kosti fram á laugardag að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Það verður því áfram svalt loft yfir landinu en í dag mun hvessa af norðaustri og þykkna upp með slyddu eða rigningu um landið austanvert.

Þá verður áfram úrkoma við norðausturströndina, ýmist slydduél eða skúrir, og þá er spá snjókomu til fjalla bæði norðan- og austanlands. Útlit er fyrir bjartviðri sunnanlands í dag en búast má við úrkomu á morgun, helst austan Mýrdals.

Veðurhorfur næstu daga:

Í dag:

Norðaustan 8-13 metrar á sekúndu, skýjað og lítilsháttar rigning eða slydda norðan- og norðvestanlands annars skýjað með köflum en léttskýjað suðvestan til. Hvessir í dag, víða 10-18 metrar á sekúndu síðdegis og þykknar upp með rigningu eða slyddu um landið austanvert en hvassast við suðausturströndina. Norðlæg átt, 8-15 metrar á sekúndu og víða slydduél eða skúrir á morgun en úrkomulítið suðvestan til. Hiti 1 til 11 stig að deginum, hlýjast syðst, en víða næturfrost.

Á fimmtudag og föstudag:

Norðan 8-15 metrar á sekúndu með rigningu, slyddu eða snjókomu, en úrkomulítið sunnan til á landinu. Hiti 0 til 10 stig, hlýjast syðst.

Á laugardag:

Norðanátt og dálítil él norðanlands, en stöku skúrir syðra. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:

Hægviðri, bjart með köflum og fremur svalt í veðri.

Á mánudag og þriðjudag:

Útlit fyrir suðvestlæg átt með vætu vestan til og hlýnandi veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×