Innlent

Viðtalið við Gretu Salóme í heild sinni

Vegna fréttar sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hefur sprottið fram umræða um áherslur íslenska Eurovision-hópsins á mannréttindamál.

Þetta er nákvæm uppskrift af samtali fréttamanns og Grétu Salóme, Eurovisionfara, frá því í gær.

Hvernig heldurðu að þetta gangi á morgun? „Ég vona náttúrulega að þetta gangi vel," segir Greta Salóme. „Það eina sem við getum stefnt á að er flytja þetta vel og vera stolt af þessu framlagi sem við höfum unnið svo lengi að. Það er það eina sem maður getur vonast til."

Er kraftur í ykkur? „Já. Við erum öll bara í rosa góðum gír og hlökkum alveg svakalega til að klára þetta á morgun. Við viljum bara skila þessu sem besta af okkur."

Ein spurning varðandi annað. Nú hefur einn keppandi stigið fram og tjáð sig um stöðu mannréttindamála eða látið sig varða stöðu mannréttinda Aserbaídsjan, er það eitthvað sem þið hafið í hyggju að gera? „Ég að það sé reyndar ekki rétt að segja að hún, eða þessi keppandi, hafi látið sig varða mannréttindabrot. Mannréttindabrot varða okkur öll, að sjálfsögðu. Það er alveg sama hvaða keppandi það er. Það hefur hins vegar oft verið tekið fram að þetta er ekki pólitískur vettvangur, við erum komin hingað til að taka þátt í lagakeppni. Mannréttindabrot eru einfaldlega ekki hluti af þessari keppni. Við erum bara komin hingað til að gera okkar besta í keppninni.

Þakka þér fyrir og gangi þér vel. „Takk æðislega fyrir það," segir Gréta Salóme.

Hægt er að sjá fréttina frá því í gær hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×