Viðskipti Landsbankans veiktu krónuna Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. janúar 2013 19:00 Mikil viðskipti Landsbankans á gjaldeyrismarkaði veiktu íslensku krónuna rétt fyrir áramótin. Landsbankinn þarf að greiða þrotabúi gamla Landsbankans jafnvirði tæplega 300 milljarða króna í gjaldeyri á næstu árum og ræður ekki við greiðslurnar nema lengt verði í lánum. Bankastjórinn segir unnið að samkomulagi í þá veru. Á fimm viðskiptadögum milli jóla og nýárs veiktist íslenska krónan um þrjú prósent vegna gjaldeyrisviðskipta á millibankamarkaði. Meðal þeirra sem áttu í þessum viðskiptum var Landsbankinn. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í fréttum okkar á miðvikudag að mðal annars væri veikingin til komin vegna viðskipta aðila með erlend lán sem illa gengi að endurfjármagna. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir að viðskipti bankans milli jóla og nýárs hafi ekki verið óeðlileg. Landsbankann hafi vantað gjaldeyri og bankinn sé stór á þessum markaði. Þá sé markaðurinn lítill og því þurfi ekki mikið til að veikja krónuna. (Sjá viðtal við Steinþór í myndskeiði.) Vegna uppgjörs milli gömlu og nýju bankanna árið 2009 gaf Landsbankankinn út skuldabréf til þrotabús gamla Landsbankans í erlendri mynt. Andvirði þess er jafnvirði hátt í 300 milljarða króna og Seðlabankinn hefur lýst yfir áhyggjum af því að Landsbankinn ráði ekki við þetta. „Við þurfum að borga þessi lán til baka eins og ákvæði eru núna á árunum 2015-2018. Við greiddum myndarlega inn á þetta um mitt síðasta ár (innsk. jafnvirði um 70 ma.kr). Við viljum lengja í þessu og það er lykillinn í því að hægt verði að létta gjaldeyrishöftunum. Þetta er undanfari þess að hægt sé að lyfta höftunum," segir Steinþór. Steinþór segir að unnið sé að samkomulagi við þrotabú Landsbankans. Aðspurður hvort það muni draga til tíðinda á næstu vikum segir hann það frekar spurning um mánuði. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Mikil viðskipti Landsbankans á gjaldeyrismarkaði veiktu íslensku krónuna rétt fyrir áramótin. Landsbankinn þarf að greiða þrotabúi gamla Landsbankans jafnvirði tæplega 300 milljarða króna í gjaldeyri á næstu árum og ræður ekki við greiðslurnar nema lengt verði í lánum. Bankastjórinn segir unnið að samkomulagi í þá veru. Á fimm viðskiptadögum milli jóla og nýárs veiktist íslenska krónan um þrjú prósent vegna gjaldeyrisviðskipta á millibankamarkaði. Meðal þeirra sem áttu í þessum viðskiptum var Landsbankinn. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í fréttum okkar á miðvikudag að mðal annars væri veikingin til komin vegna viðskipta aðila með erlend lán sem illa gengi að endurfjármagna. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir að viðskipti bankans milli jóla og nýárs hafi ekki verið óeðlileg. Landsbankann hafi vantað gjaldeyri og bankinn sé stór á þessum markaði. Þá sé markaðurinn lítill og því þurfi ekki mikið til að veikja krónuna. (Sjá viðtal við Steinþór í myndskeiði.) Vegna uppgjörs milli gömlu og nýju bankanna árið 2009 gaf Landsbankankinn út skuldabréf til þrotabús gamla Landsbankans í erlendri mynt. Andvirði þess er jafnvirði hátt í 300 milljarða króna og Seðlabankinn hefur lýst yfir áhyggjum af því að Landsbankinn ráði ekki við þetta. „Við þurfum að borga þessi lán til baka eins og ákvæði eru núna á árunum 2015-2018. Við greiddum myndarlega inn á þetta um mitt síðasta ár (innsk. jafnvirði um 70 ma.kr). Við viljum lengja í þessu og það er lykillinn í því að hægt verði að létta gjaldeyrishöftunum. Þetta er undanfari þess að hægt sé að lyfta höftunum," segir Steinþór. Steinþór segir að unnið sé að samkomulagi við þrotabú Landsbankans. Aðspurður hvort það muni draga til tíðinda á næstu vikum segir hann það frekar spurning um mánuði.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira