Viđar Örn tjáir sig: Löngu hćttur ađ drekka áđur en ég mćtti til móts viđ landsliđiđ

 
Fótbolti
17:30 17. MARS 2017
Viđar Örn Kjartansson.
Viđar Örn Kjartansson. VÍSIR/GETTY

Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins og Maccabi Tel Aviv, hefur tjáð sig um mál málanna um að hann hafi mætt ölvaður til móts við landsliðið í nóvember síðastliðnum.

Viðar Örn ræddi við Magnús Má Einarsson á Fótbolta.net og þar segist hann ekki hafa mætt ölvaður til Ítalíu en hafi verið að drekka áður en hann fór út á flugvöll.

„Ég átti leik mjög seint á sunnudegi og átti að vera mættur á flugvöllinn klukkan 3 um nóttina. Vinir mínir voru í heimsókn og við fengum okkur örfáa bjóra eftir leikinn. Við mættum á flugvöllinn undir smá áhrifum og þar liggja mistökin hjá mér," sagði Viðar Örn í viðtalinu við fótbolta.net.

Sjá einnig: Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu

Viðar Örn hefur beðist afsökunar á framferði sínum og þá viðurkennir hann að hann hafi verið barnalegur og gert þarna mistök.

„Þarna voru 12 tímar mætingu hjá landsliðinu og ég var löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið. Það stendur í fyrirsögn að ég hafi mætt ölvaður til Ítalíu og það er rangt. Það er hins vegar barnalegt og mistök hjá mér að fá mér nokkra drykki rétt áður en ég er að mæta í mjög mikilvægan leik með landsliðinu," sagði Viðar Örn.

Sjá einnig: Sjáðu blaðamannafund KSÍ

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var spurður um þetta mál á blaðamannafundinum í dag og greindi hann frá því að hann hefði rétt þetta mál við Viðar.

„Ég talaði við Heimi um að mér þætti þetta mjög leiðinlegt og baðst innilegrar afsökunar. Ég sagði við hann að þetta myndi ekki koma fyrir aftur," sagði Viðar Örn en það er hægt að lesa allt viðtalið við Viðar hér.

Viðar Örn Kjartansson er heitasti framherji íslenska landsliðsins í dag en hann hefur raðað inn mörkum með liði Maccabi Tel Aviv í ísraelsku deildinni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Viđar Örn tjáir sig: Löngu hćttur ađ drekka áđur en ég mćtti til móts viđ landsliđiđ
Fara efst