Íslenski boltinn

Viðar Örn til reynslu hjá Brann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Viðar Örn Kjartansson
Viðar Örn Kjartansson mynd / vilhelm
Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Fylkis, mun í lok vikunnar fara til æfinga hjá norska úrvalsdeildarliðinu Brann og verður þar til skoðunar í eina viku.

Þetta staðfesti Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, við Fótbolta.net í gærkvöldi.

Viðar Örn hefur verið frábær í liði Fylkis í sumar og gerði 13 mörk með liðinu í sumar. Hann var því markahæstur í deildinni ásamt Gary Martin og Atla Viðari Björnssyni en sá síðarnefndi fékk gullskóinn.

Birkir Már Sævarsson leikur í dag með Brann og hefur verið á mála hjá félaginu síðan 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×