Fótbolti

Viðar Örn fann skotskóna á ný

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Markheppinn Viðar
Markheppinn Viðar mynd/heimasíða välerenga
Viðar Örn Kjartansson skoraði seinna mark Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag í 2-0 sigri á Strömsgodset. Viðar klúðraði einnig vítaspyrnu í leiknum.

Markið sem Viðar skoraði var 14 markið hans í 15 leikjum en hann hafði leikið þrjá leiki án þess að skora.

Það tók hann aðeins 19 mínútur að þenja markmöskvana í dag en þá voru liðnar fimm mínútur frá því að liðið komst yfir.

Guðmundur Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson léku allan leikinn fyrir Start sem lagði Bodö/Glimt 2-1 eftir að hafa lent 1-0 undir í seinni hálfleik.

Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn fyrir SönderjyskE sem gerði markalaust jafntefli við Aab í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta sem hófst í gær.

Skúli Jón Friðgeirsson lék allan leikinn fyrir Gefle sem lagði Halmstads 2-0 í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Skúli Jón hafði þar betur gegn Guðjóni Baldvinssyni og Kristni Steindórssyni sem voru báðir í byrjunarliði Halmstads. Guðjón fékk gult spjald á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og Kristni var skipt af leikvelli á 78. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×