Fótbolti

Victor fær skilaboð frá þakklátri móður

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Victor gladdi nafna sinn á mánudaginn.
Victor gladdi nafna sinn á mánudaginn. vísir/getty
Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Helsingborg sem vann 3-1 sigur á Norrköping á mánudaginn.

Eins og svo oft á fótboltaleikjum fengu börn að leiða leikmenn inn á völlinn á mánudaginn. Eitt þeirra var hinn sjö ára gamli Victor Svensson.

Victor fótbrotnaði á skíðum í byrjun árs og á af þeim sökum erfitt með gang.

Nafni hans Pálsson tók eftir að Victor haltraði, tók hann í fangið og hélt á honum út á völlinn.

Á föstudaginn birti Victor mynd af þeim nöfnum á Facebook-síðu sinni þar sem sendi stráknum kveðju og óskaði honum góðs bata.

Í athugasemd við myndina þakkar móðir Victors litla, Linda Svensson, leikmanninum fyrir hugulsemina og bætir því við að sonur sinn hafi verið í skýjunum eftir leikinn.

Victor litli er allur að braggast og í samtali við Kvällsposten segir móðirin að hann fari á sína fyrstu fótboltaæfingu eftir fótbrotið á morgun.

Last game this little fella was hurt as he broke his leg in the beginning of the year. Victor his name is as well, he...

Posted by Victor Palsson on Friday, April 24, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×