Viðskipti innlent

Verslun Jóhannesar opnar 28. júlí

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhannes Jónsson er rétt við það að fara að opna verslun.
Jóhannes Jónsson er rétt við það að fara að opna verslun.
Iceland, verslun Jóhannesar Jónssonar, stofnanda Bónuss, mun opna þann 28. júlí næstkomandi í Engihjalla í Kópavogi. Að auki verður opnuð netverslun. Jóhannes segir að undirbúningur verslunarinnar gangi vel.

Netverslunin mun ganga þannig fyrir sig að fólk pantar vörur á Netinu og fær þær svo sendar heim. „Þar ætla ég að vera með vörur í þyngra lagi og fer mikið fyrir sem fók getur pantað og fengið sendar," segir Jóhannes í samtali við Vísi.

Starfsfólk verslunarinnar verður fyrrverandi starfsmenn úr Bónus. „Þetta er fólk sem er búið að vinna með mér í mörg ár og er aðallega úr búðargeiranum,“ segir Jóhannes.

Iceland verslanirnar verða reknar í samstarfi við Malcolm Walker, stofnanda Iceland verslunarkeðjunnar í Bretlandi. Hann hefur í gegnum tíðina verið viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×