Verjum tónlistarskólana Ágúst Einarsson skrifar 14. febrúar 2011 00:01 Skelfileg tíðindi berast frá sveitarfélögum, einkum Reykjavík, um niðurskurð á framlagi til tónlistarskóla. Tónlistarskólar hafa búið við skert framlög eins og aðrir eftir hrun en nú skal enn skorið niður. Þetta má ekki gerast. Það vita ekki allir að tónlistin skapar geysimikil verðmæti í okkar samfélagi og er hornsteinn hins blómlega menningarstarfs sem er allt í kringum okkur. Tónlistin veitir ánægju en býr til verðmæti í meiri mæli en margar aðrar atvinnugreinar. Ein helsta ástæðan fyrir því er hið öfluga starf tónlistarskóla er að form þeirra með blöndu af opinberum framlögum og einkaskólum hefur reynst ákaflega farsælt. Ef vegið er að rótum þessa starfs þá er það eins og að höggva stórt tré. Það tré grær ekki aftur og það tekur það langan tíma að ná sömu stærð á ný. Í árdaga menningar okkar, á fyrstu öldum íslensks samfélags, hélt tungumálið og Íslendingasögurnar fólkinu og menningunni saman og almenningur lifði í þeim sögum. Seinna var það margvíslegur kveðskapur, hvort sem voru trúarkvæði eða rímur, en á þessari og síðustu öld voru það skáldverkin og tónlistin sem umluku líf almennings. Sögur og tónlist eru menning allra, ekki hinna fáu. Það eru fulltrúar almennings, stjórnmálamenn, sem taka þessar ákvarðanir og þeir eru ekki fulltrúar sjálfs síns heldur fólksins í landinu. Það er menningarstarf sem gerir það vert að lifa í þessu samfélagi okkar og hornsteinn þess er tónlistin. Hætta á við frekari niðurskurð í tónlistarnámi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Skelfileg tíðindi berast frá sveitarfélögum, einkum Reykjavík, um niðurskurð á framlagi til tónlistarskóla. Tónlistarskólar hafa búið við skert framlög eins og aðrir eftir hrun en nú skal enn skorið niður. Þetta má ekki gerast. Það vita ekki allir að tónlistin skapar geysimikil verðmæti í okkar samfélagi og er hornsteinn hins blómlega menningarstarfs sem er allt í kringum okkur. Tónlistin veitir ánægju en býr til verðmæti í meiri mæli en margar aðrar atvinnugreinar. Ein helsta ástæðan fyrir því er hið öfluga starf tónlistarskóla er að form þeirra með blöndu af opinberum framlögum og einkaskólum hefur reynst ákaflega farsælt. Ef vegið er að rótum þessa starfs þá er það eins og að höggva stórt tré. Það tré grær ekki aftur og það tekur það langan tíma að ná sömu stærð á ný. Í árdaga menningar okkar, á fyrstu öldum íslensks samfélags, hélt tungumálið og Íslendingasögurnar fólkinu og menningunni saman og almenningur lifði í þeim sögum. Seinna var það margvíslegur kveðskapur, hvort sem voru trúarkvæði eða rímur, en á þessari og síðustu öld voru það skáldverkin og tónlistin sem umluku líf almennings. Sögur og tónlist eru menning allra, ekki hinna fáu. Það eru fulltrúar almennings, stjórnmálamenn, sem taka þessar ákvarðanir og þeir eru ekki fulltrúar sjálfs síns heldur fólksins í landinu. Það er menningarstarf sem gerir það vert að lifa í þessu samfélagi okkar og hornsteinn þess er tónlistin. Hætta á við frekari niðurskurð í tónlistarnámi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar