Verjum tónlistarskólana Ágúst Einarsson skrifar 14. febrúar 2011 00:01 Skelfileg tíðindi berast frá sveitarfélögum, einkum Reykjavík, um niðurskurð á framlagi til tónlistarskóla. Tónlistarskólar hafa búið við skert framlög eins og aðrir eftir hrun en nú skal enn skorið niður. Þetta má ekki gerast. Það vita ekki allir að tónlistin skapar geysimikil verðmæti í okkar samfélagi og er hornsteinn hins blómlega menningarstarfs sem er allt í kringum okkur. Tónlistin veitir ánægju en býr til verðmæti í meiri mæli en margar aðrar atvinnugreinar. Ein helsta ástæðan fyrir því er hið öfluga starf tónlistarskóla er að form þeirra með blöndu af opinberum framlögum og einkaskólum hefur reynst ákaflega farsælt. Ef vegið er að rótum þessa starfs þá er það eins og að höggva stórt tré. Það tré grær ekki aftur og það tekur það langan tíma að ná sömu stærð á ný. Í árdaga menningar okkar, á fyrstu öldum íslensks samfélags, hélt tungumálið og Íslendingasögurnar fólkinu og menningunni saman og almenningur lifði í þeim sögum. Seinna var það margvíslegur kveðskapur, hvort sem voru trúarkvæði eða rímur, en á þessari og síðustu öld voru það skáldverkin og tónlistin sem umluku líf almennings. Sögur og tónlist eru menning allra, ekki hinna fáu. Það eru fulltrúar almennings, stjórnmálamenn, sem taka þessar ákvarðanir og þeir eru ekki fulltrúar sjálfs síns heldur fólksins í landinu. Það er menningarstarf sem gerir það vert að lifa í þessu samfélagi okkar og hornsteinn þess er tónlistin. Hætta á við frekari niðurskurð í tónlistarnámi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Skelfileg tíðindi berast frá sveitarfélögum, einkum Reykjavík, um niðurskurð á framlagi til tónlistarskóla. Tónlistarskólar hafa búið við skert framlög eins og aðrir eftir hrun en nú skal enn skorið niður. Þetta má ekki gerast. Það vita ekki allir að tónlistin skapar geysimikil verðmæti í okkar samfélagi og er hornsteinn hins blómlega menningarstarfs sem er allt í kringum okkur. Tónlistin veitir ánægju en býr til verðmæti í meiri mæli en margar aðrar atvinnugreinar. Ein helsta ástæðan fyrir því er hið öfluga starf tónlistarskóla er að form þeirra með blöndu af opinberum framlögum og einkaskólum hefur reynst ákaflega farsælt. Ef vegið er að rótum þessa starfs þá er það eins og að höggva stórt tré. Það tré grær ekki aftur og það tekur það langan tíma að ná sömu stærð á ný. Í árdaga menningar okkar, á fyrstu öldum íslensks samfélags, hélt tungumálið og Íslendingasögurnar fólkinu og menningunni saman og almenningur lifði í þeim sögum. Seinna var það margvíslegur kveðskapur, hvort sem voru trúarkvæði eða rímur, en á þessari og síðustu öld voru það skáldverkin og tónlistin sem umluku líf almennings. Sögur og tónlist eru menning allra, ekki hinna fáu. Það eru fulltrúar almennings, stjórnmálamenn, sem taka þessar ákvarðanir og þeir eru ekki fulltrúar sjálfs síns heldur fólksins í landinu. Það er menningarstarf sem gerir það vert að lifa í þessu samfélagi okkar og hornsteinn þess er tónlistin. Hætta á við frekari niðurskurð í tónlistarnámi.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar