Handbolti

Verður liðsfélagi Guðjóns Vals keyptur í landslið Katar?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danijel Saric.
Danijel Saric. Vísir/Getty
Danijel Saric, markvörður Barcelona og liðsfélagi landsliðsfyrirliðans Guðjóns Vals Sigurðssonar, er einn besti markvörður heims og nú gæti þessi snjalli markvörður spilað fyrir nýtt landslið á HM 2015.

Danijel Saric er 37 ára gamall Bosníumaður en hann mun þó ekki spila með Íslandsbönunum í bosníska landsliðinu á HM í Katar í janúar.

Samkvæmt heimildum handball-planet.com þá er Danijel Saric á leið í viðræður við handboltasamband Katar þar sem menn ætla að ræða um möguleikann á því að Danijel Saric spili með Katar á HM 2015.

Það er nóg til að peningum í olíuríkinu og það fer ekkert framhjá neinum að Danijel Saric gæti fengið dágóða peningaupphæð fyrir að verja mark Katar á HM.

Spánverjinn Valero Rivera þjálfar landslið Katar á heimavelli og hann hefur þegar "sannfært" Svartfellingana Goran Stojanovic og Zarko Markovic um að spila með Katar á HM. Stojanovic er markvörður eins og Saric.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×