Sport

Verður Bolt valinn bestur í sjötta sinn?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bolt vann þrjú gull í Ríó.
Bolt vann þrjú gull í Ríó. vísir/getty
Jamaíski spretthlauparinn Usian Bolt er að sjálfsögðu á lista Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF, yfir frjálsíþróttafólk ársins 2016. Að vanda eru 20 tilnefndir, 10 menn og 10 konur.

Bolt vann þrjú gull á Ólympíuleikunum í Ríó, sem voru að öllum líkindum hans síðustu á ferlinum. Bolt hefur fimm sinnum verið valinn frjálsíþróttamaður ársins í heiminum, oftar en nokkur annar.

Meðal annarra karla sem eru tilnefndir í ár má nefna bandaríska tugþrautarkappann Ashton Eaton, sem var valinn bestur í fyrra, og breska langhlauparann Mo Farah sem vann tvenn gullverðlaun í Ríó.

Caster Semenya, sem vann gull í 800 metra hlaupi í Ríó, er tilnefnd í kvennaflokki ásamt íþróttakonum á borð við Elaine Thompson og Vivian Cheruiyot.

Kenýa á flesta fulltrúa á þessum 20 manna lista, eða fjóra talsins.

Valið á íþróttafólki ársins í heiminum verður tilkynnt við hátíðlega athöfn í Mónakó í desember.

Þessi eru tilnefnd sem íþróttafólk ársins 2016:

Karlar:

Usian Bolt, Jamaíku

Thiago Braz, Brasilíu

Ashton Eaton, Bandaríkjunum

Mo Farah, Bretlandi

Eliud Kipchoge, Kenýu

Conseslus Kipruto, Kenýu

Omar McLeod, Jamaíku

David Rudsiha, Kenýu

Christian Taylor, Bandaríkjunum

Wayde van Niekerk, Suður-Afríku

Konur:

Almaz Ayana, Eþíópíu

Ruth Beitia, Spáni

Vivian Cheruiyot, Kenýu

Kendra Harrison, Bandaríkjunum

Caterine Ibarguen, Kólumbíu

Ruth Jabet, Barein

Sandra Perkovic, Króatíu

Caster Semenya, Suður-Afríku

Elaine Thompson, Jamaíku

Anita Wlodarczyk, Póllandi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×