Verðtryggingin ekki afnumin á þessu þingi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. apríl 2016 18:30 Þingmálalisti nýrrar ríkisstjórnar liggur enn ekki fyrir tíu dögum eftir að hún tók við og óvíst er hvenær hann verður tilbúinn. Forsætisráðherra segir að verðtryggingin verði ekki afnumin á þessu þingi. Tæpar tvær vikur er síðan að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar tók til starfa. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að þingmálalisti ríkisstjórnarinnar verði lagður fram svo ljóst sé hvaða mál hún ætli að klára á þessu þingi. Sigurður Ingi segir listann enn ekki ekki liggja fyrir. Stefnan sé tekin á að reyna að klára fjölmörg mál á þeim átján þingfundardögum sem eftir eru á þessu þingi. „Húsnæðismálin hafa auðvitað verið í miklum forgangi og málin er snerta afnám hafta og slík tengd mál og svo eru önnur mál sem eru nú komin á ágætan skrið í þinginu. Við munum væntanlega eiga samtal fljótlega eftir helgina við forseta þingsins og vonandi líka stjórnarandstöðuna um framhaldið. Ég held eitt af því sem að sé nokkuð augljóst að þurfi að gera það er að fara yfir starfsáætlun þingsins,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi ræddi málið í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að það stæði ekki til að afnema verðtrygginguna á þessu þingi þar sem of mikil andstæða væri við málið innan annarra flokka. Sigurður Ingi er enn ekki tilbúinn að verða við kröfum stjórnarandstöðunnar um að setja dagsetningu á kosningarnar í haust. „Það er auðvitað eins og við höfum áður sagt í samspili við það hvernig þessi mál ganga fram og ég vænti þess að við getum átt áframhaldandi gott samstarf um það meðal annars við stjórnarandstöðuna,“ segir Sigurður Ingi. Landsstjórn Framsóknarflokksins ákvað í gær að boða til miðstjórnarfundar í vor. Þar skýrist hvort flokksþingi og þar með forystukjöri verði flýtt. Sjálfur segist hann ekki hafa íhugað að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins. Tengdar fréttir Ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna að afnema verðtryggingu fyrir kosningar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ágæta samstöðu í ríkisstjórn um meginþorra þeirra mála sem þarf að klára. 16. apríl 2016 17:59 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Þingmálalisti nýrrar ríkisstjórnar liggur enn ekki fyrir tíu dögum eftir að hún tók við og óvíst er hvenær hann verður tilbúinn. Forsætisráðherra segir að verðtryggingin verði ekki afnumin á þessu þingi. Tæpar tvær vikur er síðan að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar tók til starfa. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að þingmálalisti ríkisstjórnarinnar verði lagður fram svo ljóst sé hvaða mál hún ætli að klára á þessu þingi. Sigurður Ingi segir listann enn ekki ekki liggja fyrir. Stefnan sé tekin á að reyna að klára fjölmörg mál á þeim átján þingfundardögum sem eftir eru á þessu þingi. „Húsnæðismálin hafa auðvitað verið í miklum forgangi og málin er snerta afnám hafta og slík tengd mál og svo eru önnur mál sem eru nú komin á ágætan skrið í þinginu. Við munum væntanlega eiga samtal fljótlega eftir helgina við forseta þingsins og vonandi líka stjórnarandstöðuna um framhaldið. Ég held eitt af því sem að sé nokkuð augljóst að þurfi að gera það er að fara yfir starfsáætlun þingsins,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi ræddi málið í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að það stæði ekki til að afnema verðtrygginguna á þessu þingi þar sem of mikil andstæða væri við málið innan annarra flokka. Sigurður Ingi er enn ekki tilbúinn að verða við kröfum stjórnarandstöðunnar um að setja dagsetningu á kosningarnar í haust. „Það er auðvitað eins og við höfum áður sagt í samspili við það hvernig þessi mál ganga fram og ég vænti þess að við getum átt áframhaldandi gott samstarf um það meðal annars við stjórnarandstöðuna,“ segir Sigurður Ingi. Landsstjórn Framsóknarflokksins ákvað í gær að boða til miðstjórnarfundar í vor. Þar skýrist hvort flokksþingi og þar með forystukjöri verði flýtt. Sjálfur segist hann ekki hafa íhugað að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins.
Tengdar fréttir Ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna að afnema verðtryggingu fyrir kosningar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ágæta samstöðu í ríkisstjórn um meginþorra þeirra mála sem þarf að klára. 16. apríl 2016 17:59 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna að afnema verðtryggingu fyrir kosningar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ágæta samstöðu í ríkisstjórn um meginþorra þeirra mála sem þarf að klára. 16. apríl 2016 17:59