Verðtryggingin ekki afnumin á þessu þingi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. apríl 2016 18:30 Þingmálalisti nýrrar ríkisstjórnar liggur enn ekki fyrir tíu dögum eftir að hún tók við og óvíst er hvenær hann verður tilbúinn. Forsætisráðherra segir að verðtryggingin verði ekki afnumin á þessu þingi. Tæpar tvær vikur er síðan að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar tók til starfa. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að þingmálalisti ríkisstjórnarinnar verði lagður fram svo ljóst sé hvaða mál hún ætli að klára á þessu þingi. Sigurður Ingi segir listann enn ekki ekki liggja fyrir. Stefnan sé tekin á að reyna að klára fjölmörg mál á þeim átján þingfundardögum sem eftir eru á þessu þingi. „Húsnæðismálin hafa auðvitað verið í miklum forgangi og málin er snerta afnám hafta og slík tengd mál og svo eru önnur mál sem eru nú komin á ágætan skrið í þinginu. Við munum væntanlega eiga samtal fljótlega eftir helgina við forseta þingsins og vonandi líka stjórnarandstöðuna um framhaldið. Ég held eitt af því sem að sé nokkuð augljóst að þurfi að gera það er að fara yfir starfsáætlun þingsins,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi ræddi málið í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að það stæði ekki til að afnema verðtrygginguna á þessu þingi þar sem of mikil andstæða væri við málið innan annarra flokka. Sigurður Ingi er enn ekki tilbúinn að verða við kröfum stjórnarandstöðunnar um að setja dagsetningu á kosningarnar í haust. „Það er auðvitað eins og við höfum áður sagt í samspili við það hvernig þessi mál ganga fram og ég vænti þess að við getum átt áframhaldandi gott samstarf um það meðal annars við stjórnarandstöðuna,“ segir Sigurður Ingi. Landsstjórn Framsóknarflokksins ákvað í gær að boða til miðstjórnarfundar í vor. Þar skýrist hvort flokksþingi og þar með forystukjöri verði flýtt. Sjálfur segist hann ekki hafa íhugað að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins. Tengdar fréttir Ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna að afnema verðtryggingu fyrir kosningar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ágæta samstöðu í ríkisstjórn um meginþorra þeirra mála sem þarf að klára. 16. apríl 2016 17:59 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Sjá meira
Þingmálalisti nýrrar ríkisstjórnar liggur enn ekki fyrir tíu dögum eftir að hún tók við og óvíst er hvenær hann verður tilbúinn. Forsætisráðherra segir að verðtryggingin verði ekki afnumin á þessu þingi. Tæpar tvær vikur er síðan að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar tók til starfa. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að þingmálalisti ríkisstjórnarinnar verði lagður fram svo ljóst sé hvaða mál hún ætli að klára á þessu þingi. Sigurður Ingi segir listann enn ekki ekki liggja fyrir. Stefnan sé tekin á að reyna að klára fjölmörg mál á þeim átján þingfundardögum sem eftir eru á þessu þingi. „Húsnæðismálin hafa auðvitað verið í miklum forgangi og málin er snerta afnám hafta og slík tengd mál og svo eru önnur mál sem eru nú komin á ágætan skrið í þinginu. Við munum væntanlega eiga samtal fljótlega eftir helgina við forseta þingsins og vonandi líka stjórnarandstöðuna um framhaldið. Ég held eitt af því sem að sé nokkuð augljóst að þurfi að gera það er að fara yfir starfsáætlun þingsins,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi ræddi málið í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að það stæði ekki til að afnema verðtrygginguna á þessu þingi þar sem of mikil andstæða væri við málið innan annarra flokka. Sigurður Ingi er enn ekki tilbúinn að verða við kröfum stjórnarandstöðunnar um að setja dagsetningu á kosningarnar í haust. „Það er auðvitað eins og við höfum áður sagt í samspili við það hvernig þessi mál ganga fram og ég vænti þess að við getum átt áframhaldandi gott samstarf um það meðal annars við stjórnarandstöðuna,“ segir Sigurður Ingi. Landsstjórn Framsóknarflokksins ákvað í gær að boða til miðstjórnarfundar í vor. Þar skýrist hvort flokksþingi og þar með forystukjöri verði flýtt. Sjálfur segist hann ekki hafa íhugað að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins.
Tengdar fréttir Ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna að afnema verðtryggingu fyrir kosningar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ágæta samstöðu í ríkisstjórn um meginþorra þeirra mála sem þarf að klára. 16. apríl 2016 17:59 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Sjá meira
Ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna að afnema verðtryggingu fyrir kosningar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ágæta samstöðu í ríkisstjórn um meginþorra þeirra mála sem þarf að klára. 16. apríl 2016 17:59