Verðlaunuð fyrir íslenska landslagsmynd Ugla Egilsdóttir skrifar 12. febrúar 2014 10:00 Svala Ragnarsdóttir Íslenskt landslag truflað af virkjanaframkvæmdum er yrkisefni Svölu Ragnarsdóttur í myndaseríu sem aflaði henni verðlauna í keppninni Top Thirty Under Thirty. „Ósnortið landslag er ímynd Íslands. Að sama skapi er virkjað úti um allt, en virkjanir eru ekki oft hafðar með á landslagsmyndum,“ segir Svala. Þrjátíu efnilegir ljósmyndarar voru valdir úr átta hundruð innsendum umsóknum. Keppnina hélt Magnum Photos, sem er ein virtasta umboðskrifstofa heims í ljósmyndun, og The Photography Show, sem er ein stærsta ljósmyndasýning sinnar tegundar á Bretlandi. Verðlaunahafar fá að sýna á The Photography Show í Birmingham, og fá leiðsögn frá virtu fagfólki úr heimi ljósmyndunar. „Þetta er gott tækifæri fyrir ljósmyndara sem eru að stíga sín fyrstu skref á ferlinum,“ segir Svala. „Keppnin er opin öllum á milli átján ára og þrítugs. Ég átti alls ekki von á að komast áfram í keppninni, meðal annars vegna þess að verkefnið mitt er frábrugðið hefðbundnum fréttaljósmyndum,“ segir Svala. „Inn í þessa keppni átti að senda fimm mynda seríu sem segir einhverja sögu. Magnum Agency-umboðsskrifstofan byggir á þessari hefð frétta- og heimildaljósmynda,“ segir Svala.Nesjavallavirkjun. Ein af myndunum í seríunni Orku.Mynd/Svala Ragnarsdóttir. „Ég fékk pata af þessari keppni í skólanum og ákvað að senda útskriftarverkefnið mitt í hana.“ Svala lauk meistaranámi í frétta- og heimildaljósmyndun frá London College of Communication í desember síðastliðnum. „Hluti af þeim sem voru með mér í bekk ætla að helga sig fréttaljósmyndun af átökum í stríðshrjáðum löndum. Ég hef meiri áhuga á heimildaljósmyndaandanum,“ segir Svala. Myndasería Svölu heitir Orka. „Allar myndirnar eru teknar heima á Íslandi síðasta sumar. Ég er búin að búa í London í þrjú og hálft ár og er heilluð af borginni. Þegar ég vil kafa djúpt eftir myndefni hef ég þó tilhneigingu til að fara heim. Þar hef ég meira að segja. Ég ferðaðist um Ísland og tók myndir af vatns- og jarðvarmavirkjunum. Það greip mig fyrst þegar ég var að rannsaka landslagsljósmyndun að virkjanir voru ekki hafðar með á landslagsmyndum. Mig langaði að sýna landslag truflað af þessum framkvæmdum. Þessar virkjanir hafa jákvæða ímynd í útlöndum, þær eru það sem kallað er „grænar,“ og ekki eins skaðlegar og olíuframkvæmdir. Þetta er áhugaverður debatt sem mig langaði til að fanga á mynd.“ Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Sjá meira
Íslenskt landslag truflað af virkjanaframkvæmdum er yrkisefni Svölu Ragnarsdóttur í myndaseríu sem aflaði henni verðlauna í keppninni Top Thirty Under Thirty. „Ósnortið landslag er ímynd Íslands. Að sama skapi er virkjað úti um allt, en virkjanir eru ekki oft hafðar með á landslagsmyndum,“ segir Svala. Þrjátíu efnilegir ljósmyndarar voru valdir úr átta hundruð innsendum umsóknum. Keppnina hélt Magnum Photos, sem er ein virtasta umboðskrifstofa heims í ljósmyndun, og The Photography Show, sem er ein stærsta ljósmyndasýning sinnar tegundar á Bretlandi. Verðlaunahafar fá að sýna á The Photography Show í Birmingham, og fá leiðsögn frá virtu fagfólki úr heimi ljósmyndunar. „Þetta er gott tækifæri fyrir ljósmyndara sem eru að stíga sín fyrstu skref á ferlinum,“ segir Svala. „Keppnin er opin öllum á milli átján ára og þrítugs. Ég átti alls ekki von á að komast áfram í keppninni, meðal annars vegna þess að verkefnið mitt er frábrugðið hefðbundnum fréttaljósmyndum,“ segir Svala. „Inn í þessa keppni átti að senda fimm mynda seríu sem segir einhverja sögu. Magnum Agency-umboðsskrifstofan byggir á þessari hefð frétta- og heimildaljósmynda,“ segir Svala.Nesjavallavirkjun. Ein af myndunum í seríunni Orku.Mynd/Svala Ragnarsdóttir. „Ég fékk pata af þessari keppni í skólanum og ákvað að senda útskriftarverkefnið mitt í hana.“ Svala lauk meistaranámi í frétta- og heimildaljósmyndun frá London College of Communication í desember síðastliðnum. „Hluti af þeim sem voru með mér í bekk ætla að helga sig fréttaljósmyndun af átökum í stríðshrjáðum löndum. Ég hef meiri áhuga á heimildaljósmyndaandanum,“ segir Svala. Myndasería Svölu heitir Orka. „Allar myndirnar eru teknar heima á Íslandi síðasta sumar. Ég er búin að búa í London í þrjú og hálft ár og er heilluð af borginni. Þegar ég vil kafa djúpt eftir myndefni hef ég þó tilhneigingu til að fara heim. Þar hef ég meira að segja. Ég ferðaðist um Ísland og tók myndir af vatns- og jarðvarmavirkjunum. Það greip mig fyrst þegar ég var að rannsaka landslagsljósmyndun að virkjanir voru ekki hafðar með á landslagsmyndum. Mig langaði að sýna landslag truflað af þessum framkvæmdum. Þessar virkjanir hafa jákvæða ímynd í útlöndum, þær eru það sem kallað er „grænar,“ og ekki eins skaðlegar og olíuframkvæmdir. Þetta er áhugaverður debatt sem mig langaði til að fanga á mynd.“
Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Sjá meira