Innlent

Verðið hækkar í kjötskorti

Sala á lambakjöti innanlands var 27,7 prósentum minni í júní 2011 en í sama mánuði 2010. Útflutningur jókst um rúmlega 70 prósent.
Sala á lambakjöti innanlands var 27,7 prósentum minni í júní 2011 en í sama mánuði 2010. Útflutningur jókst um rúmlega 70 prósent. fréttablaðið/valli
bjarni harðarson
Tollar á erlendar landbúnaðarvörur hækkuðu mikið við kerfisbreytingu sem gerð var árið 2009. Þá var hætt að miða tolla við magn og farið að miða við verð. Umboðsmaður Alþingis hefur úrskurðað að heimildir ráðherra til undanþágu á tollum stangist á við stjórnarskrá.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að það álit sé til skoðunar í ráðuneyti hans, en tollamál falla undir það. Haft verði samráð við tollstjóra eftir þörfum og viðbrögð ráðuneytisins og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis verði samræmd. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi síðarnefnda ráðuneytisins, segir að þar á bæ sé álitið til vandlegrar skoðunar. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, segir að nefndin muni fjalla um efni álitsins.

Bjarni segir að á meðan lögin séu eins og þau eru og formlegur dómsúrskurður hafi ekki ógilt þau sé ekki að fullu ljóst hvort ráðuneytið hafi svigrúm til að starfa eftir öðru en settum lögum.

Fyrirtækið Innnes óskaði eftir endurtollun á 100 tonnum af nautakjöti í kjölfar álits umboðsmanns. Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs fyrirtækisins, segir að breytingin á tollunum hafi skaðað innflutning. „Það verður nánast ókleift að nýta þá kvóta sem við höfum rétt á samkvæmt samningum ríkisins við ESB og Alþjóðaviðskiptastofnunina.“

Borið hefur á kjötskorti í sumar og segja forsvarsmenn Haga og Krónunnar að þar vanti kjöt. Í Krónunni hafa menn gripið til þess ráðs að úrbeina lambakjöt í versluninni, en viðvarandi skortur sé á fínna lambakjöti.

Bjarni segir að ráðuneytinu hafi ekki borist staðfestar upplýsingar um kjötskort. Allt slíkt sé þó tekið alvarlega.

Tölur frá Bændasamtökum Íslands sýna að sala á lambakjöti innanlands í júlí 2010 var 27,7 prósentum minni en í júlí 2011. Útflutningur jókst um tæplega 71 prósent á sama tíma.

Verð frá afurðastöðum til verslana hefur hækkað langt umfram verðlag, að sögn Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Frá júní 2010 til júní 2011 hefur verð á eggjum hækkað um 21 prósent, á kjúklingum um 19 til 26 prósent, á nautakjöti um 25 til 28 prósent og á svínakjöti um 36 til 37 prósent.“

kolbeinn@frettabladid.is

sunna@frettabladid.is

andrés magnússon


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×