Verðandi foreldrar efins um bólusetningar Ingvar Haraldsson skrifar 30. mars 2016 07:00 María Kristinsdóttir hjúkrunarfræðingur segir athyglisvert að hluti svarenda hafi óttast að bólusetningar gætu leitt til einhverfu og floga. Sjötta hvert verðandi foreldri sem tók þátt í nýrri könnun var nokkuð eða mjög ósammála þeirri fullyrðingu að bólusetningar væru öruggar. Þá var álíka stór hópur eða 15,3 prósent ósammála því að bólusetningar væru nauðsynlegar til að vernda heilsu barna. Könnunin var hluti af meistararitgerð Maríu Kristinsdóttur hjúkrunarfræðings í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands. Könnunin náði til 470 einstaklinga og var lögð fyrir hópa verðandi foreldra á Facebook. Þrátt fyrir efasemdir hluta þátttakenda um gagnsemi bólusetninga ætluðu 95,3 prósent þeirra engu að síður að láta bólusetja börn sín að fullu. Þá höfðu 3,5 prósent ekki leitt hugann að bólusetningum eða tekið ákvörðun um bólusetningar, 0,4 prósent hugðust ætla að láta bólusetja börn sín að hluta og 0,6 prósent ekki að láta bólusetja börn sín. María segir það hafa komið á óvart hve hlutfall foreldra sem töldu bólusetningar ekki öruggar eða nauðsynlegar hafi verið hátt. „Sérstaklega í ljósi þess að langstærstur meirihlutinn var búinn að taka ákvörðun um að láta bólusetja barnið sitt,“ segir María. „Það fær mann til að velta því fyrir sér af hverju fólk lætur bólusetja yfirleitt. Hvort það sé af því allir geri það,“ bætir hún við. Þá bendir María á að þriðjungur þátttakenda hafi sagst þekkja sjúkdómana lítið sem bólusett er gegn og tveir af hverjum þremur viti lítið um bóluefnin sjálf. María sagði það athyglisvert að 1,9 prósent þátttakenda hafi óttast að bólusetningar gætu leitt til dauðsfalla, 2,3 prósent til floga og 3,2 prósent til einhverfu. Haraldur Briem, settur sótvarnalæknir, segir bólusetningar vera álitnar öruggar. „Svona í stóru myndinni flokkast þær sem öruggar. Ávinningurinn er svo miklu miklu meiri af því heldur en ef þú gerðir það ekki að það er ekki stætt á öðru,“ segir hann. „Það þarf að ná ákveðnu hlutfalli barna sem eru bólusett til að ná hjarðónæmi. Við vitum að það er alltaf ákveðið hlutfall einstaklinga sem alls ekki vill þetta og er á móti þessu og svo eru kannski einhverjir með undirliggjandi sjúkdóma en þá verja allir hinir sem eru bólusettir þessa einstaklinga,“ segir hann. Þá bendir Haraldur á nýlega könnun sem hann og fleiri íslenskir heilbrigðisstarfsmenn unnu þar sem fram kom viðhorf Íslendinga til bólusetninga. Þar kom fram að tíu prósent almennings óttuðust að bólusetningar gætu haft alvarlega afleiðingar á heilsu þeirra sem væru bólusettir. Þátttakendur í könnun Maríu voru 470 og voru 90,5 prósent kvenkyns og 9,5 prósent karlkyns. Þá voru 58,6 prósent þátttakenda á þrítugsaldri og 38,3 prósent á fertugsaldri. Alls bjuggu 78,3 prósent þátttakenda á höfuðborgarsvæðinu. Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Sjötta hvert verðandi foreldri sem tók þátt í nýrri könnun var nokkuð eða mjög ósammála þeirri fullyrðingu að bólusetningar væru öruggar. Þá var álíka stór hópur eða 15,3 prósent ósammála því að bólusetningar væru nauðsynlegar til að vernda heilsu barna. Könnunin var hluti af meistararitgerð Maríu Kristinsdóttur hjúkrunarfræðings í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands. Könnunin náði til 470 einstaklinga og var lögð fyrir hópa verðandi foreldra á Facebook. Þrátt fyrir efasemdir hluta þátttakenda um gagnsemi bólusetninga ætluðu 95,3 prósent þeirra engu að síður að láta bólusetja börn sín að fullu. Þá höfðu 3,5 prósent ekki leitt hugann að bólusetningum eða tekið ákvörðun um bólusetningar, 0,4 prósent hugðust ætla að láta bólusetja börn sín að hluta og 0,6 prósent ekki að láta bólusetja börn sín. María segir það hafa komið á óvart hve hlutfall foreldra sem töldu bólusetningar ekki öruggar eða nauðsynlegar hafi verið hátt. „Sérstaklega í ljósi þess að langstærstur meirihlutinn var búinn að taka ákvörðun um að láta bólusetja barnið sitt,“ segir María. „Það fær mann til að velta því fyrir sér af hverju fólk lætur bólusetja yfirleitt. Hvort það sé af því allir geri það,“ bætir hún við. Þá bendir María á að þriðjungur þátttakenda hafi sagst þekkja sjúkdómana lítið sem bólusett er gegn og tveir af hverjum þremur viti lítið um bóluefnin sjálf. María sagði það athyglisvert að 1,9 prósent þátttakenda hafi óttast að bólusetningar gætu leitt til dauðsfalla, 2,3 prósent til floga og 3,2 prósent til einhverfu. Haraldur Briem, settur sótvarnalæknir, segir bólusetningar vera álitnar öruggar. „Svona í stóru myndinni flokkast þær sem öruggar. Ávinningurinn er svo miklu miklu meiri af því heldur en ef þú gerðir það ekki að það er ekki stætt á öðru,“ segir hann. „Það þarf að ná ákveðnu hlutfalli barna sem eru bólusett til að ná hjarðónæmi. Við vitum að það er alltaf ákveðið hlutfall einstaklinga sem alls ekki vill þetta og er á móti þessu og svo eru kannski einhverjir með undirliggjandi sjúkdóma en þá verja allir hinir sem eru bólusettir þessa einstaklinga,“ segir hann. Þá bendir Haraldur á nýlega könnun sem hann og fleiri íslenskir heilbrigðisstarfsmenn unnu þar sem fram kom viðhorf Íslendinga til bólusetninga. Þar kom fram að tíu prósent almennings óttuðust að bólusetningar gætu haft alvarlega afleiðingar á heilsu þeirra sem væru bólusettir. Þátttakendur í könnun Maríu voru 470 og voru 90,5 prósent kvenkyns og 9,5 prósent karlkyns. Þá voru 58,6 prósent þátttakenda á þrítugsaldri og 38,3 prósent á fertugsaldri. Alls bjuggu 78,3 prósent þátttakenda á höfuðborgarsvæðinu.
Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira