Erlent

Vél Turkish Airlines snúið við vegna sprengjuhótunar

Atli Ísleifsson skrifar
Vél Turkish Airlines. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Vél Turkish Airlines. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Vél tyrkneska flugfélagsins Turkish Airlines var snúið við og lent á flugvelli í Istanbul í morgun eftir að sprengjuhótun barst.

Í frétt Reuters segir að vélin, sem er af gerðinni Boeing 737, hafi verið á leið frá Istanbul til Basel í Sviss. Hún var í búlgarskri lofthelgi þegar ákvörðun var tekin að snúa vélinni við. Miði hafði þá fundist í vélinni með þeim skilaboðum að sprengja væri um borð.

Að sögn tyrkneska blaðsins Hürriyet var háttsettur fulltrúi stjórnarandstöðuflokksins MHP um borð í vélinni. Sprengjusérfræðingar eru nú að störfum á flugvellinum í Istanbúl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×