Innlent

Veiktist alvarlega á sleðanum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
mynd úr safni
Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líki mannsins sem lést í slysi á vélsleða á Langjökli 29. júlí liggur fyrir.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu má ráða af krufningunni að bráð, alvarleg veikindi hafi valdið því að hann missti stjórn á sleðanum og slasaðist en áverkarnir af því slysi leiddu hann hinvegar til dauða.

Aðrir þættir málsins eru enn til rannsóknar og endanlegrar niðurstöðu er ekki að vænta í bráð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×