Íslenski boltinn

Veigar Páll sá eini sem skoraði á minna en 90 mínútna fresti

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eins og Vísir greindi frá í gær er Veigar Páll Gunnarsson genginn í raðir Íslandsmeistara FH en hann kom til Hafnafjarðarliðsins frá Stjörnunni og samdi til eins árs.

Þessi 36 ára gamli framherji var ósáttur við spiltímann sinn í Garðabænum á síðustu leiktíð eins og hann greindi sjálfur frá í viðtali við Vísi eftir undirskriftina í Kaplakrika í gær.

Veigar Páll byrjaði aðeins þrjá leiki af þeim 17 sem hann spilaði og hann bjóst ekki við að það myndi lagast á næstu leiktíð. „Líklegt er að þetta hefði ekki breyst ef ég hefði haldið áfram í Stjörnunni og líklega versnað,“ sagði tvöfaldi Íslandsmeistarinn í samtali við íþróttadeild.

graf/fréttablaðið
Skorar þegar hann spilar

Veigar sagði enn fremur að hann telur sig eiga eitt gott ár eftir, en honum leið vel á síðustu leiktíð og þegar hann kom inn á var framherjinn að skila góðu verki.

Tölfræðin styður Veigar Pál því hann var eini leikmaðurinn í Pepsi-deild karla á síðasta ári sem skoraði mark á minna en mínútu fresti. Veigar skoraði á 84 mínútna fresti en næstur kom nýr samherji hans, Atli Viðar Björnsson, sem skoraði á 101,7 mínútna fresti.

Þetta er nokkuð áhugaverð tölfræði hjá Veigari Páli í ljósi þess að hann skoraði „aðeins“ í þremur leikjum á tímabilinu. Hann setti eina tvennu í byrjun móts og aðra undir lokin og skoraði í einum leik þar á milli.

Spiltíminn hjá Veigari Páli var því ekki mikill og er það ein stærsta ástæða þess að hann er nú mættur til FH sem varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð í áttunda sinn á síðustu þrettán árum.


Tengdar fréttir

Tel mig eiga eitt gott ár eftir

Veigar Páll Gunnarsson samdi við Íslandsmeistara FH til eins árs í gær. Framherjinn, sem verður 37 ára á næstu leiktíð, var ósáttur við spiltímann í Garðabænum. Tölfræðin sýnir að hann á mikið eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×