Veiddi 50 kg þorsk: "Þetta er bara eins og að vinna í Lottó“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. október 2014 20:55 Fiskinn veiddi Eysteinn á föstudaginn. Eins og sjá má er hann gríðarlega langur. „Ég er búinn að vera á sjó í 16 ár og þetta er stærsti þorskur sem ég hef veitt. Það er ekki algengt að fá svona stóra,“ segir Eysteinn Örn Garðarsson, sem veiddi nærri 50 kílógramma þorsk á föstudaginn var. „Þetta er bara eins og að vinna í Lottó.“ Eysteinn starfar á bátnum Ágústi GK 95 sem gerir út frá Grindavík. Eysteinn segir það alltaf spennandi að fylgjast með rúllunni svokallaðri þegar fiskurinn kemur í bátinn. „Þegar þorskurinn snýr sér á hvolf þá sér maður hvítu hliðina. Þá sér maður hvort að það er stór eða lítill fiskur að koma upp. Ég sá í þessu tilviki að það var eitthvað stórt að koma upp þannig að ég var tilbúinn að gogga í hann og koma honum inn fyrir borðstokkinn. Það þurfti náttúrulega heljarinnar átak að ná honum inn, þetta er gríðarlega þungt.“ Sjómaðurinn káti er í skýjunum með fenginn en fiskurinn verður verkaður í fiskverkuninni Þorbjörn í Grindavík. Farið verður með hann eins og alla aðra fiska sem áhöfnin veiðir, hann verður ekkert uppstoppaður eða slíkt. „Bara settur á matardiskinn.“ Mikill heiður fylgir því að fá svo stóran fisk að sögn Eysteins. „Ég er rosalega stoltur. Þetta er búið að bjarga sjómannsferlinum. Ég hef fengið hákarl á línuna og lúðu en þessi stóri þorskur sló öll met.“ Norskur veiðimaður komst í fréttirnar fyrir tveimur árum þegar hann veiddi þorsk sem mældist 41,5 kg. Mynd/Ágúst Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
„Ég er búinn að vera á sjó í 16 ár og þetta er stærsti þorskur sem ég hef veitt. Það er ekki algengt að fá svona stóra,“ segir Eysteinn Örn Garðarsson, sem veiddi nærri 50 kílógramma þorsk á föstudaginn var. „Þetta er bara eins og að vinna í Lottó.“ Eysteinn starfar á bátnum Ágústi GK 95 sem gerir út frá Grindavík. Eysteinn segir það alltaf spennandi að fylgjast með rúllunni svokallaðri þegar fiskurinn kemur í bátinn. „Þegar þorskurinn snýr sér á hvolf þá sér maður hvítu hliðina. Þá sér maður hvort að það er stór eða lítill fiskur að koma upp. Ég sá í þessu tilviki að það var eitthvað stórt að koma upp þannig að ég var tilbúinn að gogga í hann og koma honum inn fyrir borðstokkinn. Það þurfti náttúrulega heljarinnar átak að ná honum inn, þetta er gríðarlega þungt.“ Sjómaðurinn káti er í skýjunum með fenginn en fiskurinn verður verkaður í fiskverkuninni Þorbjörn í Grindavík. Farið verður með hann eins og alla aðra fiska sem áhöfnin veiðir, hann verður ekkert uppstoppaður eða slíkt. „Bara settur á matardiskinn.“ Mikill heiður fylgir því að fá svo stóran fisk að sögn Eysteins. „Ég er rosalega stoltur. Þetta er búið að bjarga sjómannsferlinum. Ég hef fengið hákarl á línuna og lúðu en þessi stóri þorskur sló öll met.“ Norskur veiðimaður komst í fréttirnar fyrir tveimur árum þegar hann veiddi þorsk sem mældist 41,5 kg. Mynd/Ágúst
Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira