Innlent

Vegurinn um Múlakvísl opinn að nýju

Almannavarnir lokuðu þjóðvegi eitt, um Mýrdalssand í nótt á meðan ástand Múlakvíslar var kannað nánar. Vegurinn var svo opnaður að nýju eftir lokun í klukkutíma.

Leiðni fór að aukast í vatninu í gærkvöldi og rétt fyrir miðnætti varð órói í Mýrdalsjökli. Þá fór áin líka að vaxa , en svo rofnaði samband við vatnshæðamæli þannig að framvindan varð óljós. Því var gripið til lokunar í öryggisskyni.

En um klukklan eitt í nótt komst aftur á samband við mælinn og í ljósi upplýsinga frá honum var vegurinn opnaður aftur, en grannt er fylgst með framvindu mála við Múlakvísl.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×