Innlent

Vegurinn opnaður á ný

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vík í Mýrdal. Mynd/ Heiða Helgadóttir.
Vík í Mýrdal. Mynd/ Heiða Helgadóttir.
Vegna breyttra aðstæðna verður þjóðvegurinn milli Víkur og Freysnes opnaður klukkan sjö í kvöld. Verið er að senda tæki á staðinn til að hreinsa sandskafla sem hafa myndast á veginum.  Opnunin er með þeim fyrirvara að aðstæður geta breyst þannig að loka þurfi veginum aftur, segir í tilkynningu frá Samhæfingamiðstöðinni í Skógarhlíð. Skyggni á leiðinni getu víða verið lélegt og vegfarendur eru beðnir að sýna varkárni og að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×