FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER NÝJAST 17:00

Jack White drullar yfir Rolling Stone og Foo Fighters

LÍFIĐ

Vegum lokađ á hálendinu af ótta viđ eldgos

Innlent
kl 07:00, 18. ágúst 2014
Vísindaráđ Almannavarna hefur komiđ reglulega saman um helgina til ţess ađ fara yfir stöđuna. Flogiđ var ađ skjálftasvćđinu í gćr til ađ setja ţar niđur mćlitćki til ţess ađ hćgt vćri ađ gera ítarlegri mćlingar.
Vísindaráđ Almannavarna hefur komiđ reglulega saman um helgina til ţess ađ fara yfir stöđuna. Flogiđ var ađ skjálftasvćđinu í gćr til ađ setja ţar niđur mćlitćki til ţess ađ hćgt vćri ađ gera ítarlegri mćlingar. VÍSIR/BALDUR HRAFNKELL

Veðurstofa Íslands telur líkur á gosi í Bárðarbungu í Vatnajökli, eða þar í grennd, á næstunni.
Veðurstofan hefur aukið vöktun á svæðinu. Flogið var með jarðskjálftamæla upp á jökul í gær sem sendir Veðurstofunni gögn í rauntíma og grannt er fylgst með vatnsrennsli í Jökulsá á Fjöllum, við Upptyppinga. Auk þess er fylgst með svæðinu í gegnum vefmyndavél. GPS-mælingar á jöklinum sýndu rúmmálsbreytingar í gær.

„Við teljum að kvika sé að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri jarðskjálftavár Veðurstofunnar.

Flestir skjálftarnir í jöklinum í gær mældust í tveimur þyrpingum, norðan og austan við Bárðarbungu, og Kristín segir það benda til þess kvika sé að brjóta sér leið upp á tveimur stöðum.

Afleiðingar goss á þessum slóðum fara eftir því hvar gosið verður.

„Ef gýs þar sem jökullinn er þykkastur, í öskjunni sjálfri, þar sem þykkt jökulsins er um 800 metrar gæti orðið mikið öskugos og mikið vatn myndi leysast úr læðingi,“ segir Kristín og útskýrir að þegar goskvika kemst í snertingu við vatn, tætist hún í sundur og verði að ösku.

Kristín segir að gjósi þar sem þykkt jökulsins er um hundrað metrar yrðu afleiðingar allt aðrar og minni.

„Það gæti líka gosið utan við jökulinn á Dyngjuhálsi. Ef gysi þar værum við að horfa upp á gos svipað því sem var á Fimmvörðuhálsi eða í Kröflu,“ segir Kristín og bætir við að ef gysi utan jökulsins yrði það nokkuð hefðbundið gos á sprungu, hraun myndi renna frá henni en það yrði ekki öskugos eins og gerist þegar gýs undir jökli.

Ef að gýs undir jökli, getur skapast mikil flóðahætta. Matthew J. Roberts, verkefnisstjóri vatnaváreftirlits á Veðurstofunni, segir eins og Kristín að flóðahættan taki mið af því hvar myndi gjósa. Hann segir líklegast að flóð kæmi í Jökulsá á Fjöllum, það væri líklegra en að flóð kæmu í árnar að Fjallabaki.

Matthew segir að frá því að gos hæfist og þangað til flóð kæmi í árnar myndu líða nokkrir klukkutímar. Hversu langur tími myndi líða færi eftir því hvar gosið kæmi upp.
Aðgerðarstjórn Almannavarna á Húsavík var að störfum í gær. Þar var ákveðið að loka Gæsavatnaleið, Dyngjufjallaleið og vegaslóðum sem liggja að Herðubreiðarlindum.

„Við teljum okkur hafa ágæta yfirsýn yfir hversu margir eru í skálum á svæðinu en teljum nauðsynlegt að takmarka umferð inn á svæðið næstu daga,“ segir Svavar Pálsson sýslumaður á Húsavík.

Ef ná þarf sambandi við ferðamenn hafa Almannavarnir nokkrar leiðir til þess. Ein þeirra er að senda SMS skilaboð á alla þá sem eru innan skilgreinds hættusvæðis.

Þá fá ferðamenn sem leita á upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn um land allt upplýsingar um að hættuástand geti verið í aðsigi.

Á vef Veðurstofunnar hefur eldstöðin á Bárðarbungu verið gulmerkt. Það þýðir að eldstöðin sýni merki um óvenjumikinn óróa og aukna virkni. Ef eldstöðin er merkt með appelsínugulu er talið að búast megi við eldgosi.

Eins og menn muna fór flug víða um heim úr skorðum þegar gaus í Eyjafjallajökli.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að hann viti ekki til þess að erlend flugfélög hafi spurt um yfirvofandi hættu á eldgosi í Vatnajökli.

„Okkar menn eru í sambandi við vísindasamfélagið og fylgjast grannt með stöðu mála,“ segir Guðjón.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

FLEIRI FRÉTTIR Á VÍSI

Innlent 18. sep. 2014 16:47

Vill svör um hleranir

Tveir ţingmenn Pírata hafa lagt fram fjölmargar spurningar sem snúa ađ rannsóknum á einstaklingum Meira
Innlent 18. sep. 2014 16:17

Eldur í fjölbýli í Eskihlíđ

Slökkviliđsmenn á höfuđborgarsvćđinu réđu niđurlögum elds sem kviknađi í ísskápi á fjórđu hćđ í blokk viđ Eskihlíđ á fjórđa tímanum í dag. Meira
Innlent 18. sep. 2014 15:52

Kćrir Katrínu Jakobsdóttur fyrir leka á trúnađarupplýsingum

Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri Menntaskólans Hrađbrautar, hefur kćrt Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi mennta- og menningarmálaráđherra, til ríkissaksóknara fyrir ađ leka trúnađarupplýsingum úr rá... Meira
Innlent 18. sep. 2014 15:48

Vilja skilgreina ađlćgt belti umhverfis Ísland

Ekki liggur ljóst fyrir hvernig ţetta myndi gagnast Íslendingum Meira
Innlent 18. sep. 2014 15:46

Skerjafjörđurinn eins og mađur ađ tína rusl úr ruslatunnu

"Af hverju í andskotanum býr fólk svona nálćgt flugvellinum,“ segir einn hundruđ notenda Reddit sem skiptast nú á skođunum um flugvöllinn í Vatnsmýri. Meira
Innlent 18. sep. 2014 15:25

Námslán úr fortíđinni: „Viđ getum ekki borgađ ţessa kröfu"

66 ára kona ţarf ađ gangast í ábyrgđ fyrir námslán sem fađir hennar, sem lést fyrir 27 árum, var ábyrgđamađur fyrir. ""Viđ erum bćđi eignarlaus, bróđir minn og ég," segir hún. Meira
Innlent 18. sep. 2014 15:05

Lofađi drengjunum sćlgćti kćmu ţeir upp í bílinn

Gerđ var alvarleg tilraun til tćlingar rétt utan skólahverfis Háteigsskóla síđdegis í gćr. Meira
Innlent 18. sep. 2014 15:00

Knattspyrnuleikur truflađi leiksýningu leikhópsins Lottu

"Margir foreldrar, ţar á međal ég, drógum okkur frá sýningunni til ađ hringja inn í íţróttahús og biđja um ađ tónlistin yrđi lćkkuđ.“ Meira
Innlent 18. sep. 2014 14:23

Mengunarinnar vart á stórum hluta landsins

Útlit er fyrir ţó nokkurri gasmengun frá eldgosinu nćstu tvo daga. Mengunin kemur til međ ađ gera vart viđ sig á stórum hluta landsins, međal annars á Blönduósi, Akureyri og Hvammstanga. Meira
Innlent 18. sep. 2014 13:54

Ýmist já eđa nei hjá Skotunum í íslenska fótboltanum

"Ef viđ sigrum KR ţá held ég pottţétt kosningapartý!“ segir Steven Lennon, framherja FH. Meira
Innlent 18. sep. 2014 13:53

Ísskápurinn lćkkar um 15 ţúsund en matarkarfan hćkkar um 21 ţúsund

Skipta ţarf út nokkrum raftćkjum til ađ vega upp á móti hćkkun á matarskatti Meira
Innlent 18. sep. 2014 13:30

„Einhver vanhugsađasta ađgerđ sem ég man eftir“

Ţórarinn Eyfjörđ, framkvćmdastjóri SFR, segir ađ ţađ muni kosta meira en ţrjár milljónir ađ ţjálfa upp einn nýjan starfsmann á Fiskistofu ef núverandi starfsfólk flyst ekki međ. Meira
Innlent 18. sep. 2014 13:07

Kennarar tala um viđsnúning stjórnvalda í menntamálum

Kennarasamband Íslands harmar ađ í nýkynntu fjárlagafrumvarpi ársins skuli enn vera ţrengt ađ framhaldsskólum landsins. Stjórn sambandsins segir í ályktun ađ veriđ sé ađ skerđa ađgengi ungs fólks ađ n... Meira
Innlent 18. sep. 2014 12:26

BL biđur Memfismafíuna afsökunar

Alger yfirsjón, segir markađsstjóri BL, en auglýsing frá ţeim birtist í morgun sem byggir á laginu Ţađ geta ekki allir veriđ gordjöss. Auglýsingin tekin úr birtingu. Meira
Innlent 18. sep. 2014 12:13

Námslán úr fortíđinni: Taka viđ ábyrgđ föđur sem lést fyrir 28 árum

"Námslán eru ekki frábrugđin öđrum lánum ađ ţessu leyti,“ segir Hrafnhildur Ásta Ţorvaldsdóttir framkvćmdastjóri LÍN. Meira
Innlent 18. sep. 2014 11:58

Dulbúnir menn virtu lokanir ađ vettugi

Ţrí menn sem ákćrđir hafa veriđ fyrir ađ fara inn á gosstöđvarnar viđ Holuhraun í leyfisleysi fóru ţangađ öđru sinni á dögunum. Ţá í dulargervi. Meira
Innlent 18. sep. 2014 11:44

Slökkviliđiđ kallađ á Nonnabita

Nýr starfsmađur á vakt á skyndibitastađnum Nonnabita í Hafnarstrćti komst í hann krappann í morgun. Meira
Innlent 18. sep. 2014 11:13

Ekki tímabćrt ađ beita Ísrael viđskiptaţvingunum

Gunnar Bragi Sveinsson segir líklegt ađ Ísland muni taka ţátt í ţvingunum ef af verđur Meira
Innlent 18. sep. 2014 10:59

Íslensk kona lét lífiđ á Spáni

Konan var stödd hafnarborginni í Algeciras á Suđur-Spáni. Meira
Innlent 18. sep. 2014 10:58

Sigmundur hissa á viđbrögđum ASÍ

Ýjar ađ ţví ađ athugasemdirnar séu ekki á rökum reistar Meira
Innlent 18. sep. 2014 10:57

Býđur starfsfólki Fiskistofu ţrjár milljónir

Starfsmenn Fiskistofu geta fengiđ styrk ef ţeir flytjast međ stofunni norđur til Akureyrar. Ráđuneytiđ mun ekki segja upp ţví starfsfólki sem flytur ekki norđur né leggja niđur störf ţess. Starfsmenn ... Meira
Innlent 18. sep. 2014 10:45

Deila vegna Veghúsastígs 1 öll í hnút

Formađur Umhverfis- og skipulagssviđs vill láta gera nýtt deiliskipulag í samvinnu viđ eigendur Veghúsastígs 1. Borgin mun fá hlutlausan ađila til ađ meta húsiđ. Húsiđ og gamli steinbćrinn viđ Klappar... Meira
Innlent 18. sep. 2014 10:41

Vilja tryggja pólitískt svigrúm til ađ finna framtíđarstađ fyrir flugvöllinn

Samţykktu ekki ađ auglýsa svćđisskipulag vegna óvissu um flugvöllinn Meira
Innlent 18. sep. 2014 10:08

Tók kakkalakkana sína međ til Íslands

Heldur undarlegir ferđafélagar voru í för ferđamanns á leiđ til Íslands međ Norrćnu á dögunum. Var ţar um ađ rćđa ţrjá stóra Madagaskar-kakkalakka í plastíláti. Meira
Innlent 18. sep. 2014 10:00

Athugasemdir umbođsmanns borgarbúa verđa teknar alvarlega

Í skýrslu umbođsmanns borgarbúa eru ábendingar og athugasemdir sem ýmist hafa veriđ teknar til athugunar eđa verđa teknar til skođunar. Ţađ verđur fariđ vel yfir skýrsluna, segir Stefán Eiríksson, Meira
 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Vegum lokađ á hálendinu af ótta viđ eldgos