Vefjagigt í 20 ár – vitundarvakningar þörf Arnór Víkingsson og Sigrún Baldursdóttir og Eggert S. Birgisson skrifa 16. maí 2013 07:00 Vefjagigt (e. fibromyalgia syndrome) er langvinnur fjölkerfasjúkdómur sem einkennist af útbreiddum stoðkerfisverkjum, þreytu og svefntruflunum. Að auki eru þeir sem þjást af vefjagigt oft með ýmis starfræn einkenni s.s. iðraólgu, mjög hraðan hjartslátt, verulegan augn- og munnþurrk, svima, hand- og fótkulda, þvagblöðrusamdrætti, slaka einbeitingu og minni svo nokkur atriði séu nefnd. Einnig er um þriðjungur sjúklinga með kvíðaröskun og/eða depurð. Vefjagigt getur þannig haft gífurleg áhrif á heilsu, starfshæfni og lífsgæði fólks og er ein algengasta ástæða örorku meðal kvenna á Íslandi.Hvað er að í vefjagigt? Vefjagigt fellur illa að hefðbundinni sjúkdómaflokkun vestrænnar læknisfræði. Í grófum dráttum má segja að samkvæmt vestrænni nálgun séu sjúkdómar annaðhvort af vefrænum toga (t.d. lungnabólga, kransæðastífla, liðagigt, beinbrot og heilaslag) eða af geðrænum toga (t.d. þunglyndi, geðhvörf og kvíði). Vefjagigt fellur í hvorugan flokkinn; einkennin verða ekki skýrð með vefrænum skaða og einungis hluti sjúklinga uppfyllir skilmerki fyrir geðræna kvilla. Því hefur sjúkdómsgreiningin mætt tortryggni innan heilbrigðiskerfisins og þótt hún fari minnkandi má fullyrða að fáum sjúklingahópum sé sýnt jafnmikið skilningsleysi sem vefjagigtarsjúklingum í leit sinni að sjúkdómsgreiningu og betri heilsu. En þótt vefjagigt falli ekki að hefðbundinni sjúkdómaskilgreiningu og hafi lengst af verið illmælanleg er hún ekki „ímyndun“ eða „leti“ eins og sumir halda fram. Miklar framfarir hafa verið í rannsóknum á vefjagigt síðustu tíu ár og nú vitum við t.d. að stoðkerfisverkirnir eru aðallega afleiðing óeðlilegar úrvinnslu verkja í taugakerfinu þannig að vægir verkir geta magnast upp. Einnig er vitað að mörg einkenni vefjagigtar stafa af truflun í samþættingu taugaboða í taugakerfinu án þess að vefrænn skaði hafi átt sér stað. Þessi röskun getur birst í slöku jafnvægi, svima, doða, óskarpri sjón, magnleysi í vöðvum, ristilkrömpum eða of hröðum hjartslætti. Trufluninni í taugakerfi vefjagigtarsjúklinga má líkja við sinfóníuhljómsveit þar sem hljómsveitarstjórinn og sérhver hljóðfæraleikari kann sitt hlutverk og hljóðfærin eru rétt stillt. En þegar hljómsveitin spilar skortir á samstillingu hljómsveitarstjórans og einstakra hljóðfæraleikara og tónlistin verður ekki hljómfögur. Í vefjagigt eru nefnilega öll líffæri í lagi sem og taugakerfið en rétta og hárnákvæma stjórn vantar.Hverjir fá vefjagigt? Konur og karlar, ungir sem aldnir, jafnvel börn og unglingar, geta fengið vefjagigt en konur eru þó langstærsti hópurinn. Tíðni vefjagigtar er á bilinu 1-5% í vestrænum samfélögum, sem þýðir að á Íslandi má ætla að u.þ.b. 10.000 manns hafi vefjagigt. Orsakir vefjagigtar má líklega rekja til margra samspilandi þátta en erfðir gegna veigamiklu hlutverki. Ein rannsókn sýndi til að mynda að dætur kvenna með vefjagigt eru í áttfaldri hættu á að fá vefjagigt. En margir fleiri þættir eru þekktir í meinmyndun vefjagigtar; má þar nefna langvarandi andlegt og/eða líkamlegt álag, áverka á hryggsúlu, langvarandi svefntruflun og aðra samfarandi sjúkdóma t.d. iktsýki, sjögren og þarmabólgusjúkdóma.Greinum fyrr Náttúrulegur gangur vefjagigtar er sá að einkennum fjölgar og sjúkdómsástandið versnar ef ekkert er að gert. Því virkari sem sjúkdómurinn er þegar fólk leitar meðferðar þeim mun erfiðara er að ná góðum bata. Þessi staðreynd speglast í niðurstöðum rannsókna sem skoða sambandið á milli virkni vefjagigtar og vinnufærni. Til að mynda sýndi nýleg spænsk rannsókn að 20% þeirra sem höfðu illvíga vefjagigt voru fullvinnufær samanborið við 62% þeirra sem höfðu væga vefjagigt. Í annarri rannsókn var heildarkostnaður vegna illvígrar vefjagigtar fjórfalt hærri en vegna vægrar vefjagigtar. Það liggur því í augum uppi að mikill akkur er í að greina og meðhöndla vefjagigt á fyrri stigum sjúkdómsins. En hvernig stendur íslenska heilbrigðiskerfið sig í snemmgreiningu vefjagigtar? Því miður er raunveruleikinn sá að heilbrigðisstarfsmenn virðast skipta sér lítið af þessum vágesti á vægari sjúkdómsstigum þegar fræðsla og létt meðferðarinngrip gætu haft mikið að segja. Almennt gildir að ekki er gripið inn í sjúkdómsferlið fyrr en á seinni stigum sjúkdómsins, þegar lamandi verkir og þreyta leiða til tíðra forfalla úr vinnu eða skóla og sjúklingarnir eru sumir hverjir orðnir stórnotendur heilbrigðisþjónustunnar.Ert þú með vefjagigt? Formleg greining krefst mats hjá lækni þar sem farið er yfir einkennin og oftast teknar blóðprufur eða gerðar myndgreiningar til að útiloka aðra sjúkdóma. Árið 2010 gáfu bandarísku gigtlæknasamtökin út eyðublað sem fólk getur sjálft fyllt út og kannað líkur á því að það sé með vefjagigt. Hægt er að nálgast þetta eyðublað hér á vefsíðunni Thraut.is. Við köllum eftir vitundarvakningu um vefjagigt hjá öllum sem hlut eiga að máli; sjúklingum og fjölskyldum þeirra, heilbrigðisstarfsmönnum, heilbrigðisyfirvöldum og sjúkra-/lífeyrissjóðum. Eins skorum við á fjölmiðla að leggja sitt af mörkum svo að vefjagigtarsjúklingar geti losnað úr fordómafjötrum samfélagsins.Ítarlegri upplýsingar er hægt að nálgast á þraut.is, vefjagigt.is og gigt.is. Seinni grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Vefjagigt (e. fibromyalgia syndrome) er langvinnur fjölkerfasjúkdómur sem einkennist af útbreiddum stoðkerfisverkjum, þreytu og svefntruflunum. Að auki eru þeir sem þjást af vefjagigt oft með ýmis starfræn einkenni s.s. iðraólgu, mjög hraðan hjartslátt, verulegan augn- og munnþurrk, svima, hand- og fótkulda, þvagblöðrusamdrætti, slaka einbeitingu og minni svo nokkur atriði séu nefnd. Einnig er um þriðjungur sjúklinga með kvíðaröskun og/eða depurð. Vefjagigt getur þannig haft gífurleg áhrif á heilsu, starfshæfni og lífsgæði fólks og er ein algengasta ástæða örorku meðal kvenna á Íslandi.Hvað er að í vefjagigt? Vefjagigt fellur illa að hefðbundinni sjúkdómaflokkun vestrænnar læknisfræði. Í grófum dráttum má segja að samkvæmt vestrænni nálgun séu sjúkdómar annaðhvort af vefrænum toga (t.d. lungnabólga, kransæðastífla, liðagigt, beinbrot og heilaslag) eða af geðrænum toga (t.d. þunglyndi, geðhvörf og kvíði). Vefjagigt fellur í hvorugan flokkinn; einkennin verða ekki skýrð með vefrænum skaða og einungis hluti sjúklinga uppfyllir skilmerki fyrir geðræna kvilla. Því hefur sjúkdómsgreiningin mætt tortryggni innan heilbrigðiskerfisins og þótt hún fari minnkandi má fullyrða að fáum sjúklingahópum sé sýnt jafnmikið skilningsleysi sem vefjagigtarsjúklingum í leit sinni að sjúkdómsgreiningu og betri heilsu. En þótt vefjagigt falli ekki að hefðbundinni sjúkdómaskilgreiningu og hafi lengst af verið illmælanleg er hún ekki „ímyndun“ eða „leti“ eins og sumir halda fram. Miklar framfarir hafa verið í rannsóknum á vefjagigt síðustu tíu ár og nú vitum við t.d. að stoðkerfisverkirnir eru aðallega afleiðing óeðlilegar úrvinnslu verkja í taugakerfinu þannig að vægir verkir geta magnast upp. Einnig er vitað að mörg einkenni vefjagigtar stafa af truflun í samþættingu taugaboða í taugakerfinu án þess að vefrænn skaði hafi átt sér stað. Þessi röskun getur birst í slöku jafnvægi, svima, doða, óskarpri sjón, magnleysi í vöðvum, ristilkrömpum eða of hröðum hjartslætti. Trufluninni í taugakerfi vefjagigtarsjúklinga má líkja við sinfóníuhljómsveit þar sem hljómsveitarstjórinn og sérhver hljóðfæraleikari kann sitt hlutverk og hljóðfærin eru rétt stillt. En þegar hljómsveitin spilar skortir á samstillingu hljómsveitarstjórans og einstakra hljóðfæraleikara og tónlistin verður ekki hljómfögur. Í vefjagigt eru nefnilega öll líffæri í lagi sem og taugakerfið en rétta og hárnákvæma stjórn vantar.Hverjir fá vefjagigt? Konur og karlar, ungir sem aldnir, jafnvel börn og unglingar, geta fengið vefjagigt en konur eru þó langstærsti hópurinn. Tíðni vefjagigtar er á bilinu 1-5% í vestrænum samfélögum, sem þýðir að á Íslandi má ætla að u.þ.b. 10.000 manns hafi vefjagigt. Orsakir vefjagigtar má líklega rekja til margra samspilandi þátta en erfðir gegna veigamiklu hlutverki. Ein rannsókn sýndi til að mynda að dætur kvenna með vefjagigt eru í áttfaldri hættu á að fá vefjagigt. En margir fleiri þættir eru þekktir í meinmyndun vefjagigtar; má þar nefna langvarandi andlegt og/eða líkamlegt álag, áverka á hryggsúlu, langvarandi svefntruflun og aðra samfarandi sjúkdóma t.d. iktsýki, sjögren og þarmabólgusjúkdóma.Greinum fyrr Náttúrulegur gangur vefjagigtar er sá að einkennum fjölgar og sjúkdómsástandið versnar ef ekkert er að gert. Því virkari sem sjúkdómurinn er þegar fólk leitar meðferðar þeim mun erfiðara er að ná góðum bata. Þessi staðreynd speglast í niðurstöðum rannsókna sem skoða sambandið á milli virkni vefjagigtar og vinnufærni. Til að mynda sýndi nýleg spænsk rannsókn að 20% þeirra sem höfðu illvíga vefjagigt voru fullvinnufær samanborið við 62% þeirra sem höfðu væga vefjagigt. Í annarri rannsókn var heildarkostnaður vegna illvígrar vefjagigtar fjórfalt hærri en vegna vægrar vefjagigtar. Það liggur því í augum uppi að mikill akkur er í að greina og meðhöndla vefjagigt á fyrri stigum sjúkdómsins. En hvernig stendur íslenska heilbrigðiskerfið sig í snemmgreiningu vefjagigtar? Því miður er raunveruleikinn sá að heilbrigðisstarfsmenn virðast skipta sér lítið af þessum vágesti á vægari sjúkdómsstigum þegar fræðsla og létt meðferðarinngrip gætu haft mikið að segja. Almennt gildir að ekki er gripið inn í sjúkdómsferlið fyrr en á seinni stigum sjúkdómsins, þegar lamandi verkir og þreyta leiða til tíðra forfalla úr vinnu eða skóla og sjúklingarnir eru sumir hverjir orðnir stórnotendur heilbrigðisþjónustunnar.Ert þú með vefjagigt? Formleg greining krefst mats hjá lækni þar sem farið er yfir einkennin og oftast teknar blóðprufur eða gerðar myndgreiningar til að útiloka aðra sjúkdóma. Árið 2010 gáfu bandarísku gigtlæknasamtökin út eyðublað sem fólk getur sjálft fyllt út og kannað líkur á því að það sé með vefjagigt. Hægt er að nálgast þetta eyðublað hér á vefsíðunni Thraut.is. Við köllum eftir vitundarvakningu um vefjagigt hjá öllum sem hlut eiga að máli; sjúklingum og fjölskyldum þeirra, heilbrigðisstarfsmönnum, heilbrigðisyfirvöldum og sjúkra-/lífeyrissjóðum. Eins skorum við á fjölmiðla að leggja sitt af mörkum svo að vefjagigtarsjúklingar geti losnað úr fordómafjötrum samfélagsins.Ítarlegri upplýsingar er hægt að nálgast á þraut.is, vefjagigt.is og gigt.is. Seinni grein.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun