Innlent

Vaxandi rafleiðni í Múlakvísl

MYND/HARI
Rafleiðni í Múlakvísl hefur farið jafnt og þétt vaxandi frá því á gamlársdag, samkvæmt mæli Veðurstofunnar á Múlakvíslarbrú. Hún mælist nú 260 einingar en meðaltalið er 150 einingar, en aukin rafleiðni gæti bent til eldsumbrota í Kötlu.

Aukningin núna bendir til þess að lítið magn hlaupvatns hafi lekið undan einum katlanna á vatnasviði Kötlujökuls að mati Veðurstofunnar. Svipaðir smálekar hafa áður komið í Múlakvísl, til dæmis í smáhlaupi í fyrra, en þá var leilðnin töluvert minni en hún er orðin núna.

Að mati Vatnasviðs Veðurstofunnar er ekki hætta á tjóni enn sem komið er, en vel er fylgst með framvindu mála. Í stóra hlaupinu fyrir nokkrum árum þegar brúnna tók af, mældist leilðnin 600 einingar, en er núna komin upp í 360 einingar og fer vaxandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×