Enski boltinn

Varnartröll Liverpool öflugur í boxinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sakho er liðtækur með straujárnið.
Sakho er liðtækur með straujárnið. Vísir/Getty
Mamadou Sakho segist halda líkamanum í eins góðu standi og mögulegt er með því að æfa hnefaleika.

Sakho er 24 ára varnarmaður sem kom til Liverpool frá PSG í Frakklandi í september síðastliðnum. Hann hefur komið við sögu í sautján leikjum á tímabilinu en Liverpool trónir nú á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

„Ég er einn af þeim sem vill stunda líkamsrækt utan hefðbundinna æfingatíma,“ sagði Sakho í viðtali sem birtist á heimasíðu Liverpool.

„Ég er hrifinn af hnefaleikum og hef stundað þannig æfingar til að auka fjölbreytnina. En ég hef þó aldrei barist í hringnum,“ bætir hann við.

„Ég veit að mitt aðalstarf er í fótboltanum og ég vil halda mér í formi fyrir boltann. En það er stundum gott að fá útrás á boxpúðanum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×