Varðstjóri sýknaður - mátti aflífa hreindýr og skera úr því kjöt 21. maí 2012 15:52 Hreindýr. Myndin tengist ekki fréttinni beint. Varðstjóri lögreglunnar var sýknaður í Héraðsdómi Austurlands í síðustu viku. Hann var ákærður fyrir að hafa gerst brotlegur í opinberu starfi með því að hafa misnotað stöðu sína sem aðalvarðstjóri og komið því til leiðar, er hann var á frívakt, að hann sinnti sjálfur aflífun særðs hreindýrs, sem tilkynnt hafði verið um að væri fast í girðingu, undir því yfirskini að hann væri að sinna verkefni lögreglu, en í þeim tilgangi að komast yfir kjöt af dýrinu til eigin nota, og notfært sér í því skyni lögreglubifreið, skotvopn og annan búnað og aðstöðu lögreglu í eigin þágu. Þannig var hann sakaður um að hafa aflífað dýrið, blóðgað, fært skrokkinn til á afvikinn stað og skorið úr því hryggjarvöðva og farið síðar með kjötið á heimili sitt. Það var undirmaður varðstjórans sem grunaði að ekki væri allt með felldu þegar hann fann dýrið og sá að það var búið að skera úr því hryggjarvöðvann. Í kjölfarið var húsleit framkvæmd hjá varðstjóranum, en þá framvísaði hann tæplega hálfu kílói af hryggjarvöðva, sem þótti þó ekki álitlegur til áts. Varðstjórinn neitaði alfarið sök. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að það hafi verið ósannað að varðstjórinn hefði skorið meira af dýrinu en þann bút af hryggjarvöðva sem hann framvísaði við húsleit. Þá hefur framburður ákærða um að hafa talið dýrið rýrt og haldið sjúkdómum verið stöðugur frá upphafi og samræmist því sem í ljós kom við krufningu dýrsins. Þá bendir framburður kjötiðnaðarmanns sem skoðaði hið haldlagða kjöt ekki til þess að þetta tiltekna kjötstykki hafi verið álitlegt til áts, þótt almennt sé hryggjarvöðvi talinn meðal bestu bitanna af hreindýri. Styður allt þetta ekki sérstaklega þann málatilbúnað ákæruvaldsins, að því er fram kemur í niðurstöðu dómarans, að ákærði hafi skorið sér kjötið í eigin þágu. Varðstjórinn var fyrir dómi ekki spurður út í það hvort hann hafi hugsanlega ætlað að gefa hundinum sínum kjötið og er það ósannað að því er fram kemur í niðurstöðu dómara. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Varðstjóri lögreglunnar var sýknaður í Héraðsdómi Austurlands í síðustu viku. Hann var ákærður fyrir að hafa gerst brotlegur í opinberu starfi með því að hafa misnotað stöðu sína sem aðalvarðstjóri og komið því til leiðar, er hann var á frívakt, að hann sinnti sjálfur aflífun særðs hreindýrs, sem tilkynnt hafði verið um að væri fast í girðingu, undir því yfirskini að hann væri að sinna verkefni lögreglu, en í þeim tilgangi að komast yfir kjöt af dýrinu til eigin nota, og notfært sér í því skyni lögreglubifreið, skotvopn og annan búnað og aðstöðu lögreglu í eigin þágu. Þannig var hann sakaður um að hafa aflífað dýrið, blóðgað, fært skrokkinn til á afvikinn stað og skorið úr því hryggjarvöðva og farið síðar með kjötið á heimili sitt. Það var undirmaður varðstjórans sem grunaði að ekki væri allt með felldu þegar hann fann dýrið og sá að það var búið að skera úr því hryggjarvöðvann. Í kjölfarið var húsleit framkvæmd hjá varðstjóranum, en þá framvísaði hann tæplega hálfu kílói af hryggjarvöðva, sem þótti þó ekki álitlegur til áts. Varðstjórinn neitaði alfarið sök. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að það hafi verið ósannað að varðstjórinn hefði skorið meira af dýrinu en þann bút af hryggjarvöðva sem hann framvísaði við húsleit. Þá hefur framburður ákærða um að hafa talið dýrið rýrt og haldið sjúkdómum verið stöðugur frá upphafi og samræmist því sem í ljós kom við krufningu dýrsins. Þá bendir framburður kjötiðnaðarmanns sem skoðaði hið haldlagða kjöt ekki til þess að þetta tiltekna kjötstykki hafi verið álitlegt til áts, þótt almennt sé hryggjarvöðvi talinn meðal bestu bitanna af hreindýri. Styður allt þetta ekki sérstaklega þann málatilbúnað ákæruvaldsins, að því er fram kemur í niðurstöðu dómarans, að ákærði hafi skorið sér kjötið í eigin þágu. Varðstjórinn var fyrir dómi ekki spurður út í það hvort hann hafi hugsanlega ætlað að gefa hundinum sínum kjötið og er það ósannað að því er fram kemur í niðurstöðu dómara.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira