Erlent

Varar við sögulegum snjóstormi í New York

Atli Ísleifsson skrifar
Mesti snjóstormurinn í sögu borgarinnar varð árið 2006.
Mesti snjóstormurinn í sögu borgarinnar varð árið 2006. Vísir/AP
Bandaríska veðurstofan hefur varað við væntanlegum snjóstormi sem mun nú ganga yfir borgina.

Borgarstjóri New York segir að stormurinn gæti orðið sá mesti í sögu borgarinnar, en búist er við um 90 sentimetrum af snjó. Borgarstjórinn hefur sagt íbúum að búast við hinu versta.

Snjóstormurinn mun hafa mikil áhrif á flugumferð í norðausturhluta landsins og er búið að fresta um þrjú þúsund fluga í dag og á morgun.

Borgarstjórinn Bill de Blasio ræddi við fréttamenn í gær þar sem hann birti þeim lista yfir tíu verstu snjóstorma í borginni frá árinu 1872. „Þetta gæti orðið versti snjóstormurinn í sögu borgarinnar.“

Mesti snjóstormurinn í sögu borgarinnar var árið 2006 þegar veðurstofan skráði um 70 sentimetra snjó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×