FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 06:00

Minn tími mun koma

SPORT

Varađ viđ stormi á morgun

 
Innlent
13:18 09. MARS 2017
Búast má viđ ört vaxandi austanátt á landinu á morgun, fyrst sunnantil.
Búast má viđ ört vaxandi austanátt á landinu á morgun, fyrst sunnantil. VÍSIR/VILHELM

Búast má við ört vaxandi austanátt á landinu á morgun, fyrst sunnantil. Um miðjan dag verður hvasst víða á landinu og rigning í flestum landshlutum. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Búast má við 15-25 m/s um hádegi og hvassast verður við suðurströndina. Viða verður talsverð rigning sunnan- og austantil. Annars staðar verður veður hægara og úrkomuminna.

Það lægir smám saman á laugardag, en rignir áfram einkum sunnanlands. Það snýst svo aftur í skammvina norðanátt á sunnudag, en áfram er útlit fyrir lægðagang eftir helgi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Suðaustan 8-13 m/s og smá skúrir eða él, en léttir til fyrir norðan. Hiti 1 til 6 stig.

Á sunnudag:
Suðaustlæg átt, 8-15 m/s og rigning eða slydda, en úrkomulítið NA-til. Hiti 0 til 5 stig.

Á mánudag:
Gengur í hvassa suðaustanátt með rigningu, en slyddu til fjalla. Suðvestanhvassviðri og éljagangur síðdegis, en hægari og rofar til NA-lands. Hiti 0 til 5 stig fram eftir degi, en kólnar síðan.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Ákveðin suðvestanátt og skúra- eða éljagangur, en þurrt NA-til. Kólnar í veðri.
 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Varađ viđ stormi á morgun
Fara efst