Erlent

Vara við hryðjuverkaógn á Evrópumótinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Öryggisgæsla hefur verið mikil í París frá hryðjuverkaárásunum þar í nóvember.
Öryggisgæsla hefur verið mikil í París frá hryðjuverkaárásunum þar í nóvember. Vísir/EPA
Bandaríkjamenn segja Evrópumótið í Frakklandi í sumar vera eftirsóknarvert skotmark hryðjuverkasamtaka. Utanríkisráðuneytið hefur varað við ferðalögum til Frakklands. Mótið mun standa yfir frá 10. júní til 10. júlí en yfirvöld og löggæsla í Frakklandi eru á hæsta viðbúnaðarstigi.

Yfirlit yfir öryggisráðstafanir í Frakklandi í sumar.Vísir/GraphicNews
130 létu lífið, þegar vígamenn Íslamska ríkisins gerðu árásir á leikvang, veitingastaði og tónleikahús. Þá létu 32 lífið í Brussel fyrr á þessu ári í sprengjuárásum flugvelli og í neðanjarðarlest.

Búist við allt að miljón ferðamönnum til Frakklands í sumar vegna mótsins.

Viðvörun Bandaríkjanna snýr einnig að Tourr de France og hátíðardegi kaþólsku kirkjunnar í Krakow í Póllandi þar sem búist er við 2,5 milljónum ferðamanna.

Löggæsla í Frakklandi var færð á hæsta viðbúnaðarstig vegna árásanna í nóvember. Það var svo framlengt í annað sinn í vor til að ná yfir EM og Tour de France.

Viðbúnaðarstigið og yfirlýst neyðarástand gerir yfirvöldum kleift að setja fólk sem talið er vera ógn við almenning í stofufangelsi án dóms og laga. Lögreglan hefur einnig getað gert árásir á heimili fólks án dómsúrskurðar, en sú heimild fellur úr gildi með nýrri framlengingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×