Erlent

Var sagt að skjóta hiklaust á allt kvikt

guðsteinn bjarnason skrifar
Íbúar á Gasa Flýja undan árásum Ísraela síðastliðið sumar.
Íbúar á Gasa Flýja undan árásum Ísraela síðastliðið sumar. nordicphotos/AFP
„Við tökum enga áhættu, við spörum ekki skotfærin,“ voru fyrirmælin sem ísraelskir hermenn fengu frá yfirmanni sínum þegar þeir héldu inn á Gasasvæðið.

Þeir segja að þeim hafi verið innprentað að allt fólk inni á Gasasvæðinu sé ógn við ísraelska hermenn: „Það þarf að hreinsa svæðið, tæma það af fólki, og ef við sjáum engan veifa hvítum fána, hrópa: „Ég gefst upp“ eða eitthvað, þá er hann ógn og heimilt að hefja skothríð.“

Til útskýringar var þeim sagt: „Þarna er ekki til fólk sem ekki er viðriðið neitt.“

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu, þar sem meira en 60 ísraelskir hermenn tjá sig opinskátt um atburðina á Gasa síðastliðið sumar þegar ísraelski herinn réðst þar inn með loftárásum og landhernaði.

Skýrsluna birta samtök fyrrverandi ísraelskra hermanna, sem nefnast Þögnin rofin, eða Shovrim Shtika, og hafa í meira en áratug unnið að því að upplýsa heiminn um raunveruleikann á bak við hernaðaraðgerðir Ísraela á herteknu svæðunum.

Allt þetta stangast mjög á við yfirlýsingar ísraelskra stjórnvalda, sem jafnan segja her sinn fylgja í hernaði siðareglum sem séu strangari en alþjóðlegir mannúðarsamningar kveða á um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×